Gefðu framtíðinni forskot Ketill Berg Magnússon skrifar 12. september 2019 07:00 Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ketill Berg Magnússon Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun