Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Þórarinn Þórarinsson skrifar 10. september 2019 08:15 Davíð Þór segist hafa fengið góð viðbrögð við predikuninni þar sem hann hafi þó tekið fram að Jesús var svosem ekkert heldur hræddur við það að strjúka fólki öfugt í þágu sannleikans. Ef manni er einhver alvara með því að hafa hann að leiðtoga lífs síns þá á maður ekki heldur að vera það sjálfur. fréttablaðið/anton brink Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar „rétt utan við sóknarmörkin“, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. „Kirkjan á þennan fána. Hann er bara geymdur á góðum stað inni á skrifstofu prestsins og dreginn fram þegar tilefni er til,“ segir Davíð Þór við Fréttablaðið um fánann sem hann tengdi í predikun sinni við guðspjallatexta um það þegar Jesús Kristur líknaði krepptri konu sem var alls ófær að rétta sig við.Á skjön við Krist „Ég kaus að tengja þetta við þessa hugmynd um mannlega reisn og að allir eigi rétt á að fá að ganga uppréttir meðal meðbræðra sinna,“ segir Davíð Þór sem tengdi hugleiðingarnar við Pence sem „einn þeirra manna sem harðast hafa gengið fram gegn fólki sem lifir tilfinningalífi ólíku hans sjálfu, sem ógnar honum af einhverjum torskiljanlegum ástæðum.“ Hann bætti síðan við að þetta gerði Pence í nafni trúar sinnar en honum „er í mun að ljóst sé að hann sé kristinn maður. Þó er eins og hann telji Guð fara í manngreinarálit, að fyrir Guði skipti kynferði meira máli en kærleikurinn eða jafnvel bara yfir höfuð einhverju máli.“„Heyrirðu illa?“ Þegar Davíð Þór er spurður út í þá þversögn að Guð geri mannamun og virðist nokkuð algeng hjá þeim sem tala mest og hæst um kristin gildi nefnir hann skopmynd þar sem Jesús messar yfir hópi fólks að þau skuli elska náunga sinn eins og sig sjálf. „Þá spyr einn úr hópnum: „Hvað með homma og útlendinga?“ og Jesús svarar. „Heyriðu illa?“ Maður hefur stundum á tilfinningunni að þeir heyri illa þessir blessuðu karlar sem reyna að útskúfa og kreppa og kúga og beygja náunga sinn í nafni kristindómsins.“Guð elskar fjölbreytileika Davíð Þór sótti í predikuninni einnig rök fyrir því að Guð elskar fjölbreytileikann í sjálft sköpunarverkið og dró fram gríðarlegan fjölda köngulóartegunda sem þar er að finna. „Þegar við virðum fyrir okkur Guðs góðu sköpun verður okkur ein staðreynd um Guð ljós og hún er sú að hann elskar fjölbreytileika. Hann skapaði ekki bara kónguló, hann skapaði 48.200 tegundir af kóngulóm.“ Hann spann síðan út frá þessu og spurði: „Og hví skyldi hann ekki vilja hafa mannlífsflóruna fjölbreytta líka? Hvers vegna ætti hann að hafa skapað mannkynið þannig að stór hluti þess tengi tilfinningar sínar ekki kynferði eða tengi þær kynferði með öðrum hætti en flestir aðrir – ef hann síðan vill ekki hafa það þannig?“ Davíð Þór segist hafa flett fjölda köngulóartegunda upp á Wikipedia til þess að vera alveg viss. „En eins og ég segi, ef við horfum á sköpunarverkið og ætlum að draga einhverjar ályktanir um það fyrir hverju Guð hefur smekk þá hlýtur „fjölbreytni“ að vera fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar „rétt utan við sóknarmörkin“, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. „Kirkjan á þennan fána. Hann er bara geymdur á góðum stað inni á skrifstofu prestsins og dreginn fram þegar tilefni er til,“ segir Davíð Þór við Fréttablaðið um fánann sem hann tengdi í predikun sinni við guðspjallatexta um það þegar Jesús Kristur líknaði krepptri konu sem var alls ófær að rétta sig við.Á skjön við Krist „Ég kaus að tengja þetta við þessa hugmynd um mannlega reisn og að allir eigi rétt á að fá að ganga uppréttir meðal meðbræðra sinna,“ segir Davíð Þór sem tengdi hugleiðingarnar við Pence sem „einn þeirra manna sem harðast hafa gengið fram gegn fólki sem lifir tilfinningalífi ólíku hans sjálfu, sem ógnar honum af einhverjum torskiljanlegum ástæðum.“ Hann bætti síðan við að þetta gerði Pence í nafni trúar sinnar en honum „er í mun að ljóst sé að hann sé kristinn maður. Þó er eins og hann telji Guð fara í manngreinarálit, að fyrir Guði skipti kynferði meira máli en kærleikurinn eða jafnvel bara yfir höfuð einhverju máli.“„Heyrirðu illa?“ Þegar Davíð Þór er spurður út í þá þversögn að Guð geri mannamun og virðist nokkuð algeng hjá þeim sem tala mest og hæst um kristin gildi nefnir hann skopmynd þar sem Jesús messar yfir hópi fólks að þau skuli elska náunga sinn eins og sig sjálf. „Þá spyr einn úr hópnum: „Hvað með homma og útlendinga?“ og Jesús svarar. „Heyriðu illa?“ Maður hefur stundum á tilfinningunni að þeir heyri illa þessir blessuðu karlar sem reyna að útskúfa og kreppa og kúga og beygja náunga sinn í nafni kristindómsins.“Guð elskar fjölbreytileika Davíð Þór sótti í predikuninni einnig rök fyrir því að Guð elskar fjölbreytileikann í sjálft sköpunarverkið og dró fram gríðarlegan fjölda köngulóartegunda sem þar er að finna. „Þegar við virðum fyrir okkur Guðs góðu sköpun verður okkur ein staðreynd um Guð ljós og hún er sú að hann elskar fjölbreytileika. Hann skapaði ekki bara kónguló, hann skapaði 48.200 tegundir af kóngulóm.“ Hann spann síðan út frá þessu og spurði: „Og hví skyldi hann ekki vilja hafa mannlífsflóruna fjölbreytta líka? Hvers vegna ætti hann að hafa skapað mannkynið þannig að stór hluti þess tengi tilfinningar sínar ekki kynferði eða tengi þær kynferði með öðrum hætti en flestir aðrir – ef hann síðan vill ekki hafa það þannig?“ Davíð Þór segist hafa flett fjölda köngulóartegunda upp á Wikipedia til þess að vera alveg viss. „En eins og ég segi, ef við horfum á sköpunarverkið og ætlum að draga einhverjar ályktanir um það fyrir hverju Guð hefur smekk þá hlýtur „fjölbreytni“ að vera fyrsta orðið sem kemur upp í hugann.
Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira