Risavaxin reikistjarna veldur heilabrotum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:30 Teikning listamanns af hvernig gasrisinn GJ3512b gæti litið út á braut um móðurstjörnu sína. Háskólinn í Bern/CARMENES/RenderArea/J. Bollaín/C. Gallego Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast. Geimurinn Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira