Raunir lögreglustjórans Óttar Guðmundsson skrifar 28. september 2019 10:00 Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun