Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2019 07:15 Málið, sem snýst um yfir 50 milljón króna fjársvik, skók samfélagið á Siglufirði á sínum tíma. Fréttablaðið/Vilhelm Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Magnús Stefán Jónasson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega fimmtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjármuni á eigin reikninga og vandamanna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í héraðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrættinum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari, rannsakaði brot MagnúsarÍ fyrstu köflum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Samkvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunnurum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einkahlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikning sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í fjórða til og með sjöunda kafla ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfirdrátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og millifærði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magnúsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einkahlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikningum. Samtals eru það rúmar 10 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira