Brunaði austur til að finna litla frænda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 19:48 Guðrún Lára er móðursystir Axels. Vísir/Bjarni Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151 Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent