Brunaði austur til að finna litla frænda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 19:48 Guðrún Lára er móðursystir Axels. Vísir/Bjarni Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151 Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02