Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun þar sem samþykkt var að frumvarp forsætisráðherra um að sanngirnisbætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu yrðu lagðar fyrir Alþingi. Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar, fyrir sléttu ári í dag og að bætur verði einnig greiddar til aðstandenda þeirra sýknuðu sem fallnir eru frá. „Frumvarpið sjálft er bara mjög einfalt, bara þrjár greinar og síðan er greinargerð sem rekur í raun og veru grundvöllinn sem sáttanefndin var að vinna á og þetta byggir á þeim drögum sem að komu frá henni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fram hefur komið að ríkislögmaður skilaði inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, en þar er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Forsætisráðherra segir að ekki sé lög til sérstök upphæð í frumvarpinu. „En það er hins vegar greint frá því í greinargerð að sú upphæð sem síðast var unnið með af hálfu sáttanefndar var í heils sinni 759 milljónir og hvernig hún skiptist niður á einstaka aðila,“ segir Katrín. Framvarpið verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Náist samstaða um afgreiðslu þess gengur það gegn greinargerð ríkislögmanns í síðustu viku. „Ef Alþingi samþykkir slíka heimild þá er það auðvitað skýr vilji löggjafans um að ná samkomulagi á þessum grunni,“ segir Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun þar sem samþykkt var að frumvarp forsætisráðherra um að sanngirnisbætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu yrðu lagðar fyrir Alþingi. Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar, fyrir sléttu ári í dag og að bætur verði einnig greiddar til aðstandenda þeirra sýknuðu sem fallnir eru frá. „Frumvarpið sjálft er bara mjög einfalt, bara þrjár greinar og síðan er greinargerð sem rekur í raun og veru grundvöllinn sem sáttanefndin var að vinna á og þetta byggir á þeim drögum sem að komu frá henni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fram hefur komið að ríkislögmaður skilaði inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, en þar er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Forsætisráðherra segir að ekki sé lög til sérstök upphæð í frumvarpinu. „En það er hins vegar greint frá því í greinargerð að sú upphæð sem síðast var unnið með af hálfu sáttanefndar var í heils sinni 759 milljónir og hvernig hún skiptist niður á einstaka aðila,“ segir Katrín. Framvarpið verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Náist samstaða um afgreiðslu þess gengur það gegn greinargerð ríkislögmanns í síðustu viku. „Ef Alþingi samþykkir slíka heimild þá er það auðvitað skýr vilji löggjafans um að ná samkomulagi á þessum grunni,“ segir Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34
Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03