Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 29-25 | Markmennirnir tóku sviðsljósið á Selfossi

Hólmar Höskuldsson skrifar
Selfyssingar byrjuðu betur og héldu HK mönnum í þægilegri fjarlægð og var munurinn alltaf 2-4 mörk fyrstu 20 mínútur leiksins. Í stöðunni 10-8 Selfyssingum í vil fékk Nökkvi Dan Elliðason dæmdar á sig 2 mínútur, en yfirtalan virtist hjálpa HK mönnum að komast á bragðið og augljóst að þeim óx ásmegin. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks virtist HK-ingar hafa yfirhöndina og jöfnuðu í 10-10 og kláruðu seinni hálfleikinn 2 mörkum yfir 12-14.

Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og mættu HK framarlega með sterkri 3-2-1 vörn sem virtist slá þá út af laginu og komust aftur yfir eftir aðeins 3 mínútna leik í seinni hálfleik. Og héldu þeir HK mönnum alltaf 2-5 mörkum frá sér þrátt fyrir nokkrar góðar atlögur HK inga. Selfoss sigldi þessum sigri síðan 29-25 en einkenni leiksins var mikill hraði mikið af markvörslu og skemmtilegur leikur á að horfa.

Af hverju vann Selfoss ?

Framlag leikmann úr skotum utan af velli jafn framt gegnumbrot var það sem skilaði þessum sigri. Auk þess sem að framliggjandi vörn Selfyssinga virtist taka HK úr jafnvægi um stundarsakir sem dugaði til þess að brúa bilið á milli liðana sem Selfoss hélt síðan frekar vel restina af leiknum.

Sölvi Ólafsson varði 15 bolta þar á meðal 3 af 5 vítaköstum HK og kláraði leikinn með rétt rúmlega 40% markvörslu. Auk þess skoraði Haukur drjúgt ásamt því að leggja upp færi fyrir liðsfélaga sína sem endaði með mörkum eða vítaköstum.

Augljóst er að Selfoss þarf samt sem áður að halda focus betur í leik sínum þegar þeir mæta eyjamönnum í suðurlandsslag í Vestmannaeyjum í næstu umferð en HK ingar fá KA menn í heimsókn og þarf HK liðið að geta haldið focus í 60 mínútur ætli þeir að taka sín fyrstu stig út úr þeim leik.

Grímur: HK sýnd veiði ekki gefin

Grímur virtist sáttur með leik sinna mann þó að ýmislegt hefði mátt bæta: „HK er sýnd veiði ekki gefinn“ segir Grímur.

Einnig segir hann að betur hefði mátt fara í seinni hluta fyrri hálfleiks þegar HK kemst yfir.

„Við gefum eftir þegar líður á fyrri verðum passívir bæði varnar og sóknarlega, HK eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og eru með efnilegt lið og ekki hægt að slaka á þegar átt er við þá.“

Grímur var sáttur við markvörsluna og breiddina sem er komin í þá stöðu Einar stórkostlegur á móti Val og Sölvi geggjaður núna, aggresíva 3-2-1 vörnin sem lagt var upp með í seinni skilaði einnig sínu og fer Grímur ágætlega sáttur frá borði í þessum leik

Elías Már: Vorum of lengi að átta okkur á hlutunum

Fyrstu viðbrögð Elíasar Más Halldórssonar, þjálfara HK, voru að hann var „fyrst og fremst svekktur erum að tapa með fjórum brennum af 3 vítaköstum og 2 hraðaupphlaupum.“

Elíasi fannst þetta vera hörku leikur á móti núverandi Íslandsmeisturum, ánægður engu að síður með strákana „erum orðnir drullu góðir og erum að æfa vel og það er að skila sér í leiki“ Þegar leið á leikinn fannst honum sínir menn gera of mikið af klaufa mistökum og sé það eitt af því sem hefur verið talað um á æfingum og fundum.

„Fannst við of staðir í seinni bökkuðum frekar en að sækja á vorum of lengi að átta okkur á hlutunum komum þessu samt sem áður í leik.“

Focus og tempó er eitthvað sem hann hefði viljað að halda allan leikinn og er það sennilega það sem vantar í leik HK manna en þeir hafa tapað með mest 4 mörkum þrátt fyrir mjög erfiða andstæðinga sem þeir hafa mætt fyrstu 3 leiki mótsins.

Engu að síður margt gott sem Elías gat tekið úr leiknum og er hann sáttur við hvað hans menn gátu ná auðveldum mörkum þegar þeir fengu að spila sinn leik en fannst erfitt að leysa framliggjandi vörn Selfyssinga í fjarveru hægri skytturnar Péturs Árna Haukssonar en HK þurfti að spila rétthentum manni hægra megin allan leikinn engu að síður sáttur með leik Blæs Hinrikssonar, línumanna og varnar í leiknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira