Ekki eyland Hörður Ægisson skrifar 27. september 2019 07:00 Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun