Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2019 06:15 Tryggvi Rúnar fagnaði sýknudómi í Hæstarétti fyrir ári síðan með fjölskyldu sinni og verjanda. Fréttablaðið/Eyþór „Ef ríkisstjórnin heldur að útdeiling bóta sé eitthvert uppgjör og þá sé þetta bara búið, þá hefur hún ekki eðlilega sýn í mannréttindamálum,“ segir Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins þeirra fimm sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona í Hæstarétti fyrir réttu ári síðan. Fjölskylda Tryggva gekk á fund forsætisráðherra í apríl, en þá var þeim nóg boðið og vonbrigði með samskipti við sáttanefnd forsætisráðherra höfðu náð hámarki með fyrsta og eina tilboðinu sem orðað hefur verið af hálfu nefndarinnar. Á fundi með forsætisráðherra lýsti fjölskyldan fullkomnu vantrausti til sáttanefndarinnar og í kjölfarið kynnti Tryggvi henni hugmyndir sínar um uppgjör. Tryggvi fer ítarlega yfir þessar hugmyndir í grein sem hann birtir í dag á frettabladid.is í tilefni þess að ár er liðið frá því sýknudómur var kveðinn upp. „Þegar ég hitti sáttanefndina var ég búinn að vinna heimavinnuna mína,“ segir Tryggvi sem er nýlega komin heim frá Kanada þar sem hann lauk meistaraprófi. „Í Kanada vann ég með lögfræðingum og sagnfræðingum sem unnu að svona málum. Til dæmis að uppgjöri vegna ofbeldis hins opinbera gagnvart frumbyggjum þess lands,“ segir Tryggvi og segist hafa séð dæmi um að reynslu fólks, sem orðið hefur fyrir ofbeldi af hálfu ríkisvalds, sé afneitað. „En ég hef líka séð fólk vinna svona mál vel. Það er hægt. En til þess þarf að nálgast þá sem hafa orðið fyrir ranglætinu af hógværð og auðmýkt.“ Og þar brást Kristrún Heimisdóttir, formaður sáttanefndarinnar, að mati Tryggva. Skortur á auðmýkt gagnvart málinu varð til þess að fjölskylda Tryggva missti traust til hennar. Aðspurður segir Tryggvi að Katrín hefði hlustað á tillögur sínar á fyrrnefndum fundi. Hann hafi haft von um að þær færu í farveg. Eftirgrennslanir hans þegar frá leið hafi þó ekki gefið fyrirheit um efndir. Meðal hugmynda sem Tryggvi lýsir í greininni er að festur verði einn dagur ársins sem tileinkaður verði minningu þolenda ofríkis hins opinbera. Á þeim degi yrðu ríkisstarfsmenn hvattir til þess að horfa, hlusta og veita verðskuldaða athygli því sem þau vildu kannski síst eyða tíma sínum í. „Dagatalið mitt er uppfullt af svona dögum en þeir eru persónulegir fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Tryggvi. „Auðvitað hefði 27. september, dagur sýknudóms og réttlætis, verið besti dagurinn,“ segir Tryggvi en í greininni lýsir hann því að útilokað sé að dagurinn geti, eftir það sem á undan er gengið markað þau tímamót sem fjölskyldan vonaðist eftir. „Við höldum samt enn í þá von að ríkisstjórnin sjái að sér og mæti okkur loksins af auðmýkt og virðingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ef ríkisstjórnin heldur að útdeiling bóta sé eitthvert uppgjör og þá sé þetta bara búið, þá hefur hún ekki eðlilega sýn í mannréttindamálum,“ segir Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins þeirra fimm sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona í Hæstarétti fyrir réttu ári síðan. Fjölskylda Tryggva gekk á fund forsætisráðherra í apríl, en þá var þeim nóg boðið og vonbrigði með samskipti við sáttanefnd forsætisráðherra höfðu náð hámarki með fyrsta og eina tilboðinu sem orðað hefur verið af hálfu nefndarinnar. Á fundi með forsætisráðherra lýsti fjölskyldan fullkomnu vantrausti til sáttanefndarinnar og í kjölfarið kynnti Tryggvi henni hugmyndir sínar um uppgjör. Tryggvi fer ítarlega yfir þessar hugmyndir í grein sem hann birtir í dag á frettabladid.is í tilefni þess að ár er liðið frá því sýknudómur var kveðinn upp. „Þegar ég hitti sáttanefndina var ég búinn að vinna heimavinnuna mína,“ segir Tryggvi sem er nýlega komin heim frá Kanada þar sem hann lauk meistaraprófi. „Í Kanada vann ég með lögfræðingum og sagnfræðingum sem unnu að svona málum. Til dæmis að uppgjöri vegna ofbeldis hins opinbera gagnvart frumbyggjum þess lands,“ segir Tryggvi og segist hafa séð dæmi um að reynslu fólks, sem orðið hefur fyrir ofbeldi af hálfu ríkisvalds, sé afneitað. „En ég hef líka séð fólk vinna svona mál vel. Það er hægt. En til þess þarf að nálgast þá sem hafa orðið fyrir ranglætinu af hógværð og auðmýkt.“ Og þar brást Kristrún Heimisdóttir, formaður sáttanefndarinnar, að mati Tryggva. Skortur á auðmýkt gagnvart málinu varð til þess að fjölskylda Tryggva missti traust til hennar. Aðspurður segir Tryggvi að Katrín hefði hlustað á tillögur sínar á fyrrnefndum fundi. Hann hafi haft von um að þær færu í farveg. Eftirgrennslanir hans þegar frá leið hafi þó ekki gefið fyrirheit um efndir. Meðal hugmynda sem Tryggvi lýsir í greininni er að festur verði einn dagur ársins sem tileinkaður verði minningu þolenda ofríkis hins opinbera. Á þeim degi yrðu ríkisstarfsmenn hvattir til þess að horfa, hlusta og veita verðskuldaða athygli því sem þau vildu kannski síst eyða tíma sínum í. „Dagatalið mitt er uppfullt af svona dögum en þeir eru persónulegir fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Tryggvi. „Auðvitað hefði 27. september, dagur sýknudóms og réttlætis, verið besti dagurinn,“ segir Tryggvi en í greininni lýsir hann því að útilokað sé að dagurinn geti, eftir það sem á undan er gengið markað þau tímamót sem fjölskyldan vonaðist eftir. „Við höldum samt enn í þá von að ríkisstjórnin sjái að sér og mæti okkur loksins af auðmýkt og virðingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54