Allar Hondurnar með refsingar um helgina Bragi Þórðarson skrifar 27. september 2019 07:00 Max Verstappen ræsti nítjándi í Rússlandi í fyrra og endaði fimmti. Þannig þrátt fyrir refsingar í ár á hann möguleika á sigri. vísir/Getty Báðir bílar Red Bull og Toro Rosso munu fá refsingar í rússneska kappakstrinum sem fram fer um helgina. Ástæðan er sú að Honda ætlar að uppfæra vélarnar í bílum beggja liða til að undirbúa sig fyrir heimakeppni vélarframleiðandans á Suzuka brautinni eftir þrjár vikur. Honda hefur staðið sig með prýði það sem af er árs og hefur Max Verstappen unnið tvær keppnir árið 2019. Sigur Verstappen í Austurríki var sá fyrsti fyrir Honda í 14 ár. Vélarbilanir eru nánast úr sögunni hjá japanska framleiðandanum en nú einbeytir Honda sér að því að þróa vélina til að geta keppt um titla á næsta ári. Báðir bílar Red Bull, sem og Toro Rosso bíll Pierre Gasly munu allir fá nýja sprengihreyfla fyrir rússneska kappaksturinn um helgina. Það þýðir að minnsta kosti fimm sæta refsing á ráslínu fyrir þá alla. Heimamaðurinn Daniil Kvyat er ekki svo heppinn. Bæði verður skipt um sprengihreyfilinn sem og rafmagnsmótorinn í Toro Rosso bíl hans og mun hann því ræsa aftastur í heimakeppni sinni. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Báðir bílar Red Bull og Toro Rosso munu fá refsingar í rússneska kappakstrinum sem fram fer um helgina. Ástæðan er sú að Honda ætlar að uppfæra vélarnar í bílum beggja liða til að undirbúa sig fyrir heimakeppni vélarframleiðandans á Suzuka brautinni eftir þrjár vikur. Honda hefur staðið sig með prýði það sem af er árs og hefur Max Verstappen unnið tvær keppnir árið 2019. Sigur Verstappen í Austurríki var sá fyrsti fyrir Honda í 14 ár. Vélarbilanir eru nánast úr sögunni hjá japanska framleiðandanum en nú einbeytir Honda sér að því að þróa vélina til að geta keppt um titla á næsta ári. Báðir bílar Red Bull, sem og Toro Rosso bíll Pierre Gasly munu allir fá nýja sprengihreyfla fyrir rússneska kappaksturinn um helgina. Það þýðir að minnsta kosti fimm sæta refsing á ráslínu fyrir þá alla. Heimamaðurinn Daniil Kvyat er ekki svo heppinn. Bæði verður skipt um sprengihreyfilinn sem og rafmagnsmótorinn í Toro Rosso bíl hans og mun hann því ræsa aftastur í heimakeppni sinni.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira