Sport

Gunnar og Burns hittust í fyrsta skipti | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar og Burns á fjölmiðladeginum í dag.
Gunnar og Burns á fjölmiðladeginum í dag. vísir/snorri björns
Fjölmiðladagurinn fyrir bardagakvöld UFC í Kaupmannahöfn var í morgun á hóteli bardagakappanna. Þar horfðu Gunnar Nelson og Gilbert Burns í augu í fyrsta skipti.

Burns var flottur í tauinu. Mætti í jakkafötum sem er ekki algengt á svona viðburðum. Hann var líka sá eini sem mætti í jakkafötum.

Gunnar var aftur á móti heimilislegri í stuttbuxum og bol frá UFC. Það reyndist góð ákvörðun því það var allt of heitt í herberginu.

Eins og við mátti búast voru engin læti er þeir tveir mættust fyrir framan fjölmiðlamenn. Gunnar kurteis og tók í hendina á Brassanum.

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns fer fram næstkomandi laugardagskvöld á besta tíma í beinni á Stöð 2 Sport.



Klippa: Gunnar mætti Burns á sviðinu
MMA

Tengdar fréttir

Maður er alltaf að brýna alla sína hnífa

Gunnar Nelson er orðinn 31 árs gamall og með hækkandi aldri kemur meiri reynsla. Okkar maður hefur gengið í gegnum súrt og sætt síðustu árin en hvað hefur hann lært?

Gunnar: Burns er öflugri en Alves

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardag er hann berst við Brasilíumanninn Gilbert Burns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×