„Var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 10:30 Þórunn Ívars opnaði sig um brjóstagjöf í Íslandi í dag. Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Samfélagmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir hefur talað opinskátt um ýmis málefni á samfélagsmiðlinum Instagram, hún hefur meðal annars fjallað um baráttu sína við króníska verkjasjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk. Fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn og hefur hún deilt sinni reynslu af brjóstagjöf með fylgjendum sínum en það ferli kom henni mikið á óvart og hefur hún einbeitt sér að því að gefa konum ráð er varðar brjóstagjöf. Í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Eva Laufey Þórunni og fékk hún að heyra hvernig hún tók sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og hvernig hún hjálpar konum í sömu sporum og hún. „Þórunn Ívars var svona tískuunnandi og snyrtivörupælari en í dag er ég bara mamma og ég held að ég sá bara búin að breytast yfir í það,“ segir Þórunn. „Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í kringum árið 2012 og er ábyggilega ein af þeim fyrstu sem byrjuðu í einhverju svona. Ég var í námi erlendis og það höfðu ótrúlega margir áhuga á því. Ég byrjaði með litla bloggsíðu sem þróaðist út í þetta. Þetta var bara svona tískudót sem er ótrúlega hallærislegt í dag og ég er búin að eyða öllum þessum færslum í dag, ég get ekki myndirnar,“ segir Þórunn og hlær. Hún segir að samfélagsmiðlar eigi mjög vel við hana.Þórunn gefur konum ráð við brjóstagjöf á Instagram.„Ég er ótrúlega opin og get alveg látið allt flakka. Það er búið að vera rosalega mikið í tísku að opna sig og ég hef alveg tekið þátt í því líka. Ég talaði um legslímuflakkið í fyrra og núna tala ég ótrúlega mikið um brjóstagjöf því það er búið að vera lífið mitt í heilt ár. Ég ákvað að kynna mér ekkert fyrirfram um brjóstagjöf þar sem ég er alin upp af brjóstagjafaráðgjafa og hélt að ég vissi bara allt.“ Þórunn segir að það hafi ekki verið raunin. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að gefa brjóst mikið á dag. Maður les ótrúlega mikið um meðgönguna en sleppir algjörlega brjóstagjöfinni. Ég hefði klárlega átt að fara á eitthvað námskeið og kynna mér þetta miklu betur.“ Það kom henni mest á óvart hvað það væri mikil vinna að vera með barn á brjósti. „Konur í vandræðum eru með allskonar spurningar. Ég er búin að lesa alveg ótrúlega mikið og örugglega svona þrjár fræðigreinar á dag. Ég er augljóslega á rangri hillu og átti örugglega að vera ljósmóðir,“ segir Þórunn sem greindi til að byrja með ekki frá erfileikunum við brjóstagjöf og því hafi kannski margir hugsað að allt gengi vel. „Þetta var bara glansmynd en fólk verður að átta sig á því að ég sýni bara eitt prósent af lífinu. Eftir á hyggja var hún klárlega með svona formjólkurkveisu sem ég vissi ekki hvað var. Hún drakk ógeðslega mikið en var kannski ekki að fá réttu samsetninguna af mjólkinni. Hún var bara að fá léttmjólk þegar henni vantaði rjóma. Það hefur verið mitt vandamál hvað ég hef verið með yfirdrifið mikla mjólk, sem er líka vandamál og mikil vinna þar sem maður þarf að tappa af og svona.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira