Mælti fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“ Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann segir mikilvægt að sem allra minnst röskun verði á viðskiptum Evrópuríkja vegna Brexit. Frumvarpið veitir íslenskum stjórnvöldum heimildir til að grípa til ýmissa úrræða vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, einkum er varða borgaraleg réttindi og viðskipti. „Hér erum við að leggja upp með frumvarp sem að gerir ráð fyrir að sama hvor sviðsmyndin komi upp, hvort þeir gangi út án samnings eða með þeim samningi sem að liggur á borðinu, að þá eru hagsmunir okkar vel tryggðir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist vona að Bretum takist að leysa sem fyrst þá flækju sem uppi er þar í landi vegna Brexit.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um BrexitEn er yfir höfuð hægt að tryggja hagsmuni Íslands á þessari stundu á meðan staðan er eins og hún er í Bretlandi? „Já, og við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Og við höfum ekki gert það bara ein, við höfum gert það í góðu samstarfi við bresk stjórnvöld, sömuleiðis við félaga okkar í EFTA-ríkjunum og EES og átt samskipti sömuleiðis við Evrópusambandið og ekki síst hagsmunaaðila hér á landi. Þannig að við höfum lagt mikið í undirbúninginn enda eru hér miklir hagsmunir í húfi,“ svarar ráðherra. Vinnunni sé þó ekki lokið þegar til þess loks kemur að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, hvort sem útgangan verður með eða án samnings. „Hitt verkefnið það er að ganga frá framtíðarsamkomulagi og við höfum lagt mikla áherslu á það og fengið mjög góð viðbrögð frá breskum stjórnvöldum.“
Alþingi Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Sjá meira