Lagalistann segir Villi vera gerðan með föstudag i huga. „Föstudag sem fer upp og niður en endar með melankólískum slagara, alveg eins og ég vil hafa mitt líf.“
Hann segir texta sumra laganna fyndna ef rýnt er í þá og mælir með að hlusta vandlega, og þá sérstaklega ef hlustandinn er í partýi.
Listinn geti þó komið fólki „í föstudagsfíling á hvaða degi vikunnar sem er.“
Annað kvöld verður uppistand Villa og Stefáns Ingvars Vigfússonar, Endurmenntun, frumsýnt í Tjarnarbíói.
Þar munu þeir kumpánar gera upp æsku sína, menntun og uppeldi. Á döfinni hjá Villa er svo að leika á móti Júlíönu Kristínu Liborious í nýju leikriti eftir áðurnefndan Stefán Ingvar og Brynhildi Karlsdóttur, söngkonu Hórmóna.