Dómsmálaráðherra jós úr skálum reiði sinnar í umræðum um Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 19:00 Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt og sú ákvörðun var til umræðu. Geoffrey Cox dómsmálaráðherra tók skýrt fram að þingfundum yrði ekki frestað á ný í trássi við úrskurð hæstaréttar. Þannig hélt hann glugganum opnum fyrir frekari frestun. Cox gagnrýndi þingið sjálft harðlega og þá sérstaklega ákvörðun þess að samþykkja ekki tillögu Johnson um að boða til nýrra kosninga. „Þetta er dautt þing. Það ætti ekki að sitja lengur. Það á engan siðferðislegan rétt á því að sitja á þessum grænu bekkjum,“ sagði ráðherrann og hélt áfram: „Það gæti samþykkt vantraust [á forsætisráðherra] hvenær sem það vill en þorir því ekki. Þingmenn gætu samþykkt að rjúfa þing en eru of miklir heiglar.“Gætu beðið um frest en samt ekki Ríkisstjórnin hefur nú fram til 19. október til þess að fá þingið til að annað hvort samþykkja nýjan útgöngusamning eða heimila samningslausa útgöngu. Enginn samningur liggur fyrir og ljóst er að samningslaus útganga verður ekki samþykkt. Ef ríkisstjórninni tekst þetta ekki er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu. Það vill Johnson alls ekki gera og er sagður leita möguleika til þess að komast hjá frestun. Martin Callanan útgöngumálaráðherra útilokaði ekki í dag að Johnson myndi biðja Evrópusambandið um að einfaldlega neita beiðninni. Bretland Brexit Tengdar fréttir Breska þingið kemur aftur til starfa Breska þingið kemur aftur til starfa í dag eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í gær að þingfrestun Boris Johnson hefði verið ólögmæt. 25. september 2019 07:17 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt og sú ákvörðun var til umræðu. Geoffrey Cox dómsmálaráðherra tók skýrt fram að þingfundum yrði ekki frestað á ný í trássi við úrskurð hæstaréttar. Þannig hélt hann glugganum opnum fyrir frekari frestun. Cox gagnrýndi þingið sjálft harðlega og þá sérstaklega ákvörðun þess að samþykkja ekki tillögu Johnson um að boða til nýrra kosninga. „Þetta er dautt þing. Það ætti ekki að sitja lengur. Það á engan siðferðislegan rétt á því að sitja á þessum grænu bekkjum,“ sagði ráðherrann og hélt áfram: „Það gæti samþykkt vantraust [á forsætisráðherra] hvenær sem það vill en þorir því ekki. Þingmenn gætu samþykkt að rjúfa þing en eru of miklir heiglar.“Gætu beðið um frest en samt ekki Ríkisstjórnin hefur nú fram til 19. október til þess að fá þingið til að annað hvort samþykkja nýjan útgöngusamning eða heimila samningslausa útgöngu. Enginn samningur liggur fyrir og ljóst er að samningslaus útganga verður ekki samþykkt. Ef ríkisstjórninni tekst þetta ekki er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu. Það vill Johnson alls ekki gera og er sagður leita möguleika til þess að komast hjá frestun. Martin Callanan útgöngumálaráðherra útilokaði ekki í dag að Johnson myndi biðja Evrópusambandið um að einfaldlega neita beiðninni.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Breska þingið kemur aftur til starfa Breska þingið kemur aftur til starfa í dag eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í gær að þingfrestun Boris Johnson hefði verið ólögmæt. 25. september 2019 07:17 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Breska þingið kemur aftur til starfa Breska þingið kemur aftur til starfa í dag eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í gær að þingfrestun Boris Johnson hefði verið ólögmæt. 25. september 2019 07:17