Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kynnt þingmönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 11:43 Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut á dögunum.Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu. Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira