Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03
Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45