Forseti Íslands ræddi við háskólanemendur í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2019 21:48 Forsetinn í Háskóla Grænlands í dag. Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands: Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fundaði með Kim Kielsen forsætisráðherra og heimsótti þjóðþing Grænlendinga á öðrum degi formlegrar heimsóknar forsetahjónanna til Grænlands. Þau sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í boði forsætisráðherrans í Hans Egede húsinu í Nuuk.Forsetahjónin í grænlenska þinginu í dag. Guðni ræðir við Vivian Motzfeldt þingforseta en Eliza við Alequ Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Eftir lendingu á Nuuk-flugvelli síðdegis í gær var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Þá sæmdi forsetinn hjónin Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann Kofoeds-skólans, hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu.Guðni forseti kominn í gamalkunnugt hlutverk; að ræða við háskólanemendur frá kennarapúltinu.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Forsetahjónin heimsóttu Háskóla Grænlands í dag og ræddu þar við starfsmenn og nemendur. Bakgrunnur Guðna forseta liggur einmitt í háskólasamfélaginu en hann kenndi um árabil sagnfræði við hina ýmsu háskóla, síðast sem prófessor við Háskóla Íslands.Kaffispjall við forseta grænlenska þingsins, Vivian Motzfeldt. Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður og Örnólfur Thorsson forsetaritari eru með forsetahjónunum.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Í þjóðþingi Grænlands, Inatsisartut, átti forsetinn fund með Vivian Motzfeldt þingforseta, fylgdist með störfum þingsins og þáði kaffiveitingar. Forsetafrúin Eliza Reid átti jafnframt fund með umboðsmanni barna á Grænlandi.Eliza Reid með umboðsmanni barna á Grænlandi.Mynd/Leiff Josefsen, Sermitsiaq.Á morgun, miðvikudag, er meðal annars áformað að forsetahjónin heimsæki Miðstöð loftslagsrannsókna í Nuuk, Kofoeds skólann og Royal Arctic Line skipafélagið og eigi einnig fund með borgarstjóranum í Nuuk, Charlotte Ludvigsen. Heimsókninni lýkur annaðkvöld. Hér má sjá viðtal við forsetahjónin þegar þau héldu til Grænlands:
Forseti Íslands Grænland Tengdar fréttir Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Forsetinn floginn til að treysta vinaböndin við Grænlendinga Forsetahjónin héldu í dag í þriggja daga heimsókn til Grænlands í boði Kims Kielsen forsætisráðherra. Þau heimsækja meðal annars þjóðþing Grænlendinga og kynna sér menningar- og atvinnulíf. 23. september 2019 20:30