Sport

Gunnar mættur og borðar rétt fyrir bardagann

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar skóflar í sig upp á herbergi í gær.
Gunnar skóflar í sig upp á herbergi í gær. vísir/snorri björnsson
Gunnar Nelson kom til Kaupmannahafnar í gær en á laugardag mun hann berjast við Brasilíumanninn Gilbert Burns í hinni glæsilegu Royal Arena.

Gunnar átti upphaflega að berjast við landa hans, Thiago Alves, en sá veiktist og þá steig Burns inn. Flestir eru sammála um að sá kappi sé miklu öflugri en Alves og því rosalegur bardagi sem bíður okkar manns.

Nú taka við hjá Gunna endalaus viðtöl í bland við að halda sér í réttri þyngd. Það hefur aldrei verið vesen hjá okkar manni en hann fær máltíðir frá Lockhart-genginu til þess að halda sér réttu megin við strikið og til þess að fá næga orku.

Þjónusta sem margir nýta sér en kostar sitt. Það skilar þó sínu. Gunnar étur og étur í bland við æfingar en þyngist ekkert.

Vísir er líka mættur til Köben og mun flytja ykkur tíðindi af Gunnari og Burns alveg fram að bardaga þeirra.

Gunnar hlustar á ráðleggingar um mataræðið.vísir/snorri björns
MMA

Tengdar fréttir

UFC staðfestir bardaga Gunnars og Burns

Það er búið að bíða eftir þessu í nokkra daga en UFC staðfesti loks í morgun að Gunnar Nelson mun berjast við Brasilíumanninn Gilbert Burns í Kaupmannahöfn eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×