Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 11:19 Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. AP/John Raoux Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019 Bandaríkin Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019
Bandaríkin Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira