Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 12:00 Drífa Snædal forseti ASÍ segir Eflingu virða kjarasamning í starfsmannadeilu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs. Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs.
Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira