Þriðji ráspóll Leclerc í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2019 14:05 Leclerc var fljótastur í þriðja skipti í röð vísir/getty Charles Leclerc verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr verður ræstur á morgun eftir frábæran lokakafla í tímatökunni í dag. Leclerc hefur verið á ráspól í síðustu tveimur keppnum og hann var með besta tímann fyrir síðasta hluta tímatökunnar í dag. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Sebastian Vettel, byrjaði lokakaflann hins vegar á því að setja hraðasta hring dagsins og taka forystuna. Allt leit út fyrir að Vettel myndi taka ráspólinn en Leclerc átti frábæran síðasta hring og tók efsta sætið af liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes byrjaði lokakaflann illa og var hvorugur Mercedesmannanna í efstu þremur sætunum eftir fyrri hringinn á lokakaflanum. Hamilton átti hins vegar góðan seinni hring og hann stakk sér inn á milli Ferrarimannanna. Brautin í Singapúr er erfið til framúraksturs og því frammistaðan í tímatökunni mjög mikilvæg, enda fögnuðu Ferrarimenn vel og innilega. Formúla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Charles Leclerc verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr verður ræstur á morgun eftir frábæran lokakafla í tímatökunni í dag. Leclerc hefur verið á ráspól í síðustu tveimur keppnum og hann var með besta tímann fyrir síðasta hluta tímatökunnar í dag. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Sebastian Vettel, byrjaði lokakaflann hins vegar á því að setja hraðasta hring dagsins og taka forystuna. Allt leit út fyrir að Vettel myndi taka ráspólinn en Leclerc átti frábæran síðasta hring og tók efsta sætið af liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes byrjaði lokakaflann illa og var hvorugur Mercedesmannanna í efstu þremur sætunum eftir fyrri hringinn á lokakaflanum. Hamilton átti hins vegar góðan seinni hring og hann stakk sér inn á milli Ferrarimannanna. Brautin í Singapúr er erfið til framúraksturs og því frammistaðan í tímatökunni mjög mikilvæg, enda fögnuðu Ferrarimenn vel og innilega.
Formúla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira