Höllin verður aldursforseti Evrópu Benedikt Bóas skrifar 21. september 2019 10:00 Handboltalandsliðið hefur verið á undanþágu frá 1989. Fréttablaðið/Ernir „Séu þjóðarhallir bornar saman þá er Laugardalshöllin sú þriðja elsta í Evrópu. Georgía ætlar að vígja nýja höll árið 2021 þegar Eurobasket fer fram og á hún að rúma 10 þúsund manns. Þá verðum við með næstelstu þjóðarhöll Evrópu. Elsta þjóðarhöllin er í Úkraínu og þar er kominn ný höll á teikniborðið. Við erum með með langselstu þjóðarhöllina í Vestur-Evrópu og eftir 4-6 ár verðum með þá elstu í Evrópu. Það er staðreynd sem íþróttahreyfingin hlýtur að vera hugsi yfir,“ segir Þórður M. Sigfússon skipulagsfræðingur. Þórður er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli og þjóðarhöll. Hann heldur úti stórskemmtilegu bloggi, sem kallast nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.com. Þá fjallaði MS-ritgerð hans um framtíðarmúsík í Laugardalnum og kallaðist hún Staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Þórður komst að því að í Laugardalnum er hægt að vera með heimsklassa íþróttasvæði en einnig er mögulegt að byggja í Safamýri og Vetrarmýri í Garðabæ. En allt er til alls í Laugardalnum þó svæðið sé að grotna niður og flest öll mannvirki séu á undanþágu frá sínum alþjóðasamböndum. Fyrst var fjallað um undanþágu HSÍ í blöðunum 1989. Hann er sammála því að skrefin sem hafa verið tekin varðandi uppbyggingu í Laugardalnum hafa verið fá og stutt. „Það þarf að eiga sér stað samtal milli stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar. Mér finnst ríkið draga lappirnar í þessu því borgin hefur verið að standa sig vel í uppbyggingu íþróttamannvirkja í einstökum hverfum borgarinnar. Ég skil vel að borgin vilji ekki stað ein að fjármögnun mannvirkja sem samkvæmt skilgreiningunni eru þjóðarleikvangar.“ Síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik þar sem tekið var á móti Tyrkjum í Laugardalshöll. Ãsland, Tyrkland, hanbolti, landsleikur, EM Telur vænlegast að miðstöð íþrótta verði í Laugardalnum Þórður segir að framtíðarmúsíkin í Laugardalnum sé að stækka skipulagt íþróttasvæði án þess að ganga á græn svæði. „Ég myndi vilja að allur Laugardalurinn verði lagður undir þar sem íþróttasvæðið verður stækkað. Það er lítið mál þar sem frambærilegt svæði liggur meðfram Suðurlandsbrautinni og er það illa nýtt. ÍBR hefur m.a. skoðað það. Íþróttasvæði Laugardalsins er samtals rúmir 22 hektarar að stærð en með þessu er hægt að stækka það í 42 hektara án þess að ganga á grænu svæðin sem eru rúmir 40 hektarar." Hann segir að erlendir sérfræðingar horfi löngunaraugum á Laugardalinn og öfundi Íslendinga að hafa svona svæði í miðri borg. „Við liggjum á ótrúlega frambærilegu svæði sem erlendir sérfræðingar sem hingað koma segja allir að geti orðið að heimsklassa íþróttasvæði. Þetta er auðlind sem við eigum að horfa til. Dalurinn er í miðri borg umkringdur gróðri og verður í góðri tengingu við Borgarlínuna. Það vilja öll sambönd vera þar. Ef litið er á Noreg þá er ekkert svona alhliða svæði til. Ulleval-leikvangurinn er í norðanveðri borginni, höllin er í nokkurra kílómetra fjarlægð og frjálsíþróttaleikvangurinn er á enn öðrum stað. Hér er hægt að hafa þetta algjörlega einstakt. Þjóðarleikvangar í einum hnapp með sameiginlegri þjónustu og bílastæðum og svo framvegis.“ Viljayfirlýsing um byggingu nýrrar hallar í Laugardalnum var undirrituð árið 1988 og segir Þórður að hún gæti verið enn í gildi. Þá átti að rísa um átta þúsund manna höll og átti hún að vera hringlaga. Teikningar voru gerðar og fyrirmyndin var Jo Hall í Osaka. „Það strandaði á að borgin sagði nei. Það lá fyrir viljayfirlýsing 1988 frá stjórnvöldum og borginni að það yrði byggð stór íþróttahöll í tengslum við HM í handbolta 1995. Þetta er eina viljayfirlýsingin sem gerð hefur verið. Það getur verið að hún sé enn í gildi.“ Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi málefni nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. 2. júlí 2019 07:30 Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
„Séu þjóðarhallir bornar saman þá er Laugardalshöllin sú þriðja elsta í Evrópu. Georgía ætlar að vígja nýja höll árið 2021 þegar Eurobasket fer fram og á hún að rúma 10 þúsund manns. Þá verðum við með næstelstu þjóðarhöll Evrópu. Elsta þjóðarhöllin er í Úkraínu og þar er kominn ný höll á teikniborðið. Við erum með með langselstu þjóðarhöllina í Vestur-Evrópu og eftir 4-6 ár verðum með þá elstu í Evrópu. Það er staðreynd sem íþróttahreyfingin hlýtur að vera hugsi yfir,“ segir Þórður M. Sigfússon skipulagsfræðingur. Þórður er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli og þjóðarhöll. Hann heldur úti stórskemmtilegu bloggi, sem kallast nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.com. Þá fjallaði MS-ritgerð hans um framtíðarmúsík í Laugardalnum og kallaðist hún Staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Þórður komst að því að í Laugardalnum er hægt að vera með heimsklassa íþróttasvæði en einnig er mögulegt að byggja í Safamýri og Vetrarmýri í Garðabæ. En allt er til alls í Laugardalnum þó svæðið sé að grotna niður og flest öll mannvirki séu á undanþágu frá sínum alþjóðasamböndum. Fyrst var fjallað um undanþágu HSÍ í blöðunum 1989. Hann er sammála því að skrefin sem hafa verið tekin varðandi uppbyggingu í Laugardalnum hafa verið fá og stutt. „Það þarf að eiga sér stað samtal milli stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar. Mér finnst ríkið draga lappirnar í þessu því borgin hefur verið að standa sig vel í uppbyggingu íþróttamannvirkja í einstökum hverfum borgarinnar. Ég skil vel að borgin vilji ekki stað ein að fjármögnun mannvirkja sem samkvæmt skilgreiningunni eru þjóðarleikvangar.“ Síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik þar sem tekið var á móti Tyrkjum í Laugardalshöll. Ãsland, Tyrkland, hanbolti, landsleikur, EM Telur vænlegast að miðstöð íþrótta verði í Laugardalnum Þórður segir að framtíðarmúsíkin í Laugardalnum sé að stækka skipulagt íþróttasvæði án þess að ganga á græn svæði. „Ég myndi vilja að allur Laugardalurinn verði lagður undir þar sem íþróttasvæðið verður stækkað. Það er lítið mál þar sem frambærilegt svæði liggur meðfram Suðurlandsbrautinni og er það illa nýtt. ÍBR hefur m.a. skoðað það. Íþróttasvæði Laugardalsins er samtals rúmir 22 hektarar að stærð en með þessu er hægt að stækka það í 42 hektara án þess að ganga á grænu svæðin sem eru rúmir 40 hektarar." Hann segir að erlendir sérfræðingar horfi löngunaraugum á Laugardalinn og öfundi Íslendinga að hafa svona svæði í miðri borg. „Við liggjum á ótrúlega frambærilegu svæði sem erlendir sérfræðingar sem hingað koma segja allir að geti orðið að heimsklassa íþróttasvæði. Þetta er auðlind sem við eigum að horfa til. Dalurinn er í miðri borg umkringdur gróðri og verður í góðri tengingu við Borgarlínuna. Það vilja öll sambönd vera þar. Ef litið er á Noreg þá er ekkert svona alhliða svæði til. Ulleval-leikvangurinn er í norðanveðri borginni, höllin er í nokkurra kílómetra fjarlægð og frjálsíþróttaleikvangurinn er á enn öðrum stað. Hér er hægt að hafa þetta algjörlega einstakt. Þjóðarleikvangar í einum hnapp með sameiginlegri þjónustu og bílastæðum og svo framvegis.“ Viljayfirlýsing um byggingu nýrrar hallar í Laugardalnum var undirrituð árið 1988 og segir Þórður að hún gæti verið enn í gildi. Þá átti að rísa um átta þúsund manna höll og átti hún að vera hringlaga. Teikningar voru gerðar og fyrirmyndin var Jo Hall í Osaka. „Það strandaði á að borgin sagði nei. Það lá fyrir viljayfirlýsing 1988 frá stjórnvöldum og borginni að það yrði byggð stór íþróttahöll í tengslum við HM í handbolta 1995. Þetta er eina viljayfirlýsingin sem gerð hefur verið. Það getur verið að hún sé enn í gildi.“
Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi málefni nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. 2. júlí 2019 07:30 Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi málefni nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. 2. júlí 2019 07:30
Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00