Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2019 08:30 Þungi umferðarinnar í borginni er oft mikill bæði að morgni og síðdegis.Nú á að hefja stórátak í samgöngumálum borgarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34
Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02