Sagði kominn tíma á rauðhærðan Bond Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:46 Damian Lewis, næsti James Bond? Getty/Tomaso Boddi Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein