Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 12:00 Rafmagnshlaupahjólin njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“ Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira