Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. september 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink Þó nokkrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með viðtökur oddvita flokksins í borginni, Eyþórs Arnalds, á nýjum samgöngusamningi ríkisins og allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem samþykktur var í vikunni. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn Eyþórs. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra skrifuðu undir samkomulagið ásamt bæjarstjórum Reykjavíkur, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness en samkomulagið nær til fimmtán ára. Á tímabilinu verða 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Eyþór Arnalds hefur verið gagnrýninn á samkomulagið og meðal annars kvartað yfir samráðsleysi við gerð þess. Þessu hafna flestir flokksfélagar hans á sveitarstjórnarstiginu. Eyþór hafi til að mynda verið boðaður á stóran samráðsfund þann 11. september en ekki mætt. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu höfðu orð á því að eftir því hefði verið tekið. Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðismanna segja efasemdir Eyþórs um vegtolla, sem ekki hafa verið útfærðir, ótímabærar, en af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningnum mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum króna. Ekki liggur fyrir hvernig þeirra fjármuna verður aflað, en fjármálaráðherra opnaði á það í ræðustól Alþingis í vikunni að til greina kæmi að selja ríkiseignir, til dæmis Íslandsbanka, til að mæta útgjöldunum við uppbyggingu samgöngumannvirkjana. „Ekki er lengur deilt um samgönguvandann í höfuðborginni. Nýundirritaður sáttmáli um framkvæmdir, ljósastýringu og umferðarmódel staðfestir að grípa þarf til aðgerða. En fjármögnunin vekur spurningar,“ segir Eyþór.Borgarstjóri segir tvísköttun á Reykvíkinga ekki á dagskrá Útfærsla á veggjöldum sem hugmyndir eru uppi um að standi straum af sextíu milljörðum sem fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu liggur ekki fyrir. Ekki er ákveðið að veggjöld verði endilega ofan á. Fjármálaráðherra hefur opnað á hugmyndir um sölu ríkiseigna til að standa undir kostnaði. Af þeim 120 milljörðum króna sem áætlaðar eru í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningnum leggur ríkið til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Eftir standa þeir sextíu milljarðar sem nú er þráttað um hvernig skuli afla. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir borgarbúa ekki mega borga tvöfalt. „Gjaldtaka á að skila fjórum milljörðum á ári. Útfærslan liggur ekki fyrir. Það verður að tryggja jafnræði milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar,“ segir Eyþór. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir enga tvísköttun standa til. „Ef veggjöld verða ofan á yrði slíkt ekki aukaskattur, heldur frekar tilfærsla innan skattkerfisins líkt og fjármálaráðherra ræddi um daginn. Það hefur aldrei staðið til að halda öllum sköttum á bifreiðaeigendur líkt og þau standa nú og bæta svo veggjöldum ofan á,“ segir Rósa. „Skattaumhverfið mun breytast út af orkuskiptunum. Það er óumflýjanlegt,“ segir Rósa. Eyþór segir að á síðustu fjórum árum hafi landsbyggðin fengið 45 milljarða í vegaframkvæmdir, en höfuðborgarsvæðið, þar sem tveir af hverjum þremur búa, hafi aðeins fengið 7 milljarða. „Hér þarf að tryggja hagsmuni borgarbúa betur.“ Borgarstjóri segir stóra málið að tryggja fjármögnun og flýtingu brýnna samgönguframkvæmda. „Borgarlínu, Miklubraut í stokk, hjóla- og göngustígum og svo framvegis. Alls kostar það 120 milljarða. Til að hægt væri að flýta þeim þurfti að gera ráð fyrir sérstakri fjármögnun. Hún þarfnast samþykktar Alþingis og hefur ekki verið útfærð en samkomulagið tryggir að sveitarfélögin hafi aðkomu að útfærslunni og að sambærileg gjöld verði lögð á um land allt en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Þessi atriði fannst okkur skipta mjög miklu máli þótt stóra málið hafi verið að tryggja fjármögnun heildarpakkans,“ segir Dagur B. Eggertsson. Dagur bendir á að samkomulagið geri beinlínis ráð fyrir því að Keldnalandið verði skipulagt og það verðmæta land renni til uppbyggingar samgönguverkefnanna. „Jafnframt er opnað á það að í stað flýti- og umferðargjalda geti ríkið lagt fram bein framlög til að tryggja fjármögnun samkomulagsins. Frá sjónarhóli borgarinnar og sveitarfélaganna skiptir mestu að heildarfjármögnunin sé tryggð en ríkið hefur töluvert svigrúm varðandi útfærsluna á því nákvæmlega hvernig hún verður.“ Dagur segir ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda um útfærslu veggjalda, en hið besta mál að sem flestar séu settar fram. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. 29. september 2019 12:13 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þó nokkrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með viðtökur oddvita flokksins í borginni, Eyþórs Arnalds, á nýjum samgöngusamningi ríkisins og allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem samþykktur var í vikunni. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn Eyþórs. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra skrifuðu undir samkomulagið ásamt bæjarstjórum Reykjavíkur, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness en samkomulagið nær til fimmtán ára. Á tímabilinu verða 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Eyþór Arnalds hefur verið gagnrýninn á samkomulagið og meðal annars kvartað yfir samráðsleysi við gerð þess. Þessu hafna flestir flokksfélagar hans á sveitarstjórnarstiginu. Eyþór hafi til að mynda verið boðaður á stóran samráðsfund þann 11. september en ekki mætt. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu höfðu orð á því að eftir því hefði verið tekið. Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðismanna segja efasemdir Eyþórs um vegtolla, sem ekki hafa verið útfærðir, ótímabærar, en af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningnum mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum króna. Ekki liggur fyrir hvernig þeirra fjármuna verður aflað, en fjármálaráðherra opnaði á það í ræðustól Alþingis í vikunni að til greina kæmi að selja ríkiseignir, til dæmis Íslandsbanka, til að mæta útgjöldunum við uppbyggingu samgöngumannvirkjana. „Ekki er lengur deilt um samgönguvandann í höfuðborginni. Nýundirritaður sáttmáli um framkvæmdir, ljósastýringu og umferðarmódel staðfestir að grípa þarf til aðgerða. En fjármögnunin vekur spurningar,“ segir Eyþór.Borgarstjóri segir tvísköttun á Reykvíkinga ekki á dagskrá Útfærsla á veggjöldum sem hugmyndir eru uppi um að standi straum af sextíu milljörðum sem fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu liggur ekki fyrir. Ekki er ákveðið að veggjöld verði endilega ofan á. Fjármálaráðherra hefur opnað á hugmyndir um sölu ríkiseigna til að standa undir kostnaði. Af þeim 120 milljörðum króna sem áætlaðar eru í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningnum leggur ríkið til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Eftir standa þeir sextíu milljarðar sem nú er þráttað um hvernig skuli afla. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir borgarbúa ekki mega borga tvöfalt. „Gjaldtaka á að skila fjórum milljörðum á ári. Útfærslan liggur ekki fyrir. Það verður að tryggja jafnræði milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar,“ segir Eyþór. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir enga tvísköttun standa til. „Ef veggjöld verða ofan á yrði slíkt ekki aukaskattur, heldur frekar tilfærsla innan skattkerfisins líkt og fjármálaráðherra ræddi um daginn. Það hefur aldrei staðið til að halda öllum sköttum á bifreiðaeigendur líkt og þau standa nú og bæta svo veggjöldum ofan á,“ segir Rósa. „Skattaumhverfið mun breytast út af orkuskiptunum. Það er óumflýjanlegt,“ segir Rósa. Eyþór segir að á síðustu fjórum árum hafi landsbyggðin fengið 45 milljarða í vegaframkvæmdir, en höfuðborgarsvæðið, þar sem tveir af hverjum þremur búa, hafi aðeins fengið 7 milljarða. „Hér þarf að tryggja hagsmuni borgarbúa betur.“ Borgarstjóri segir stóra málið að tryggja fjármögnun og flýtingu brýnna samgönguframkvæmda. „Borgarlínu, Miklubraut í stokk, hjóla- og göngustígum og svo framvegis. Alls kostar það 120 milljarða. Til að hægt væri að flýta þeim þurfti að gera ráð fyrir sérstakri fjármögnun. Hún þarfnast samþykktar Alþingis og hefur ekki verið útfærð en samkomulagið tryggir að sveitarfélögin hafi aðkomu að útfærslunni og að sambærileg gjöld verði lögð á um land allt en ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Þessi atriði fannst okkur skipta mjög miklu máli þótt stóra málið hafi verið að tryggja fjármögnun heildarpakkans,“ segir Dagur B. Eggertsson. Dagur bendir á að samkomulagið geri beinlínis ráð fyrir því að Keldnalandið verði skipulagt og það verðmæta land renni til uppbyggingar samgönguverkefnanna. „Jafnframt er opnað á það að í stað flýti- og umferðargjalda geti ríkið lagt fram bein framlög til að tryggja fjármögnun samkomulagsins. Frá sjónarhóli borgarinnar og sveitarfélaganna skiptir mestu að heildarfjármögnunin sé tryggð en ríkið hefur töluvert svigrúm varðandi útfærsluna á því nákvæmlega hvernig hún verður.“ Dagur segir ótímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda um útfærslu veggjalda, en hið besta mál að sem flestar séu settar fram.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. 29. september 2019 12:13 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. 29. september 2019 12:13
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15
Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45