Sæmundur Guðmundsson vann bronsverðlaun á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fram fer í Suður-Afríku þessa dagana.
Sæmundur keppir í -74kg flokki karla á aldrinum 60-69 ára.
Hann lyfti 155kg í hnébeygju, 110kg í bekkpressu og 195kg í réttstöðulyftu. Hann fékk brons í öllum greinunum fyrir sig og samanlögð 460kg sem hann lyfti tryggðu honum einnig bronsverðlaun í samanlögðu.
Sæmundur vann brons á HM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




