Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 13:25 Tyrkneski herinn hefur síðustu daga safnað liðsafla við sýrlensku landamærin. Getty Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03