Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 17:50 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. fréttablaðið/Ernir Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira