Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 15:36 Pútín, sem sjálfur er fyrrverandi leyniþjónustumaður, lofaði leyniþjónustuna GRU í fyrra. Hún hefur staðið fyrir morðtilræðum og ýmsum bellibrögðum á erlendri grundu. Vísir/EPA Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað. Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað.
Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32
Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45