Allir vinna! Sandra B. Franks skrifar 8. október 2019 11:10 Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80% hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100% starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er ekki síst vegna þessara þátta sem við stöndum frammi fyrir skorti á sjúkraliðum og að nýliðun inn í fagið gengur of hægt. Skorturinn veldur auknu álagi á þá sem starfa í faginu, kulnun hefur farið vaxandi og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Þessi staða hefur legið lengi fyrir og kemur engum sem til þekkir á óvart. Í kjaraviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands, sem samninganefnd BSRB leiðir, er stytting vinnuvikunnar ein meginkrafan, enda eru afleiðingar af miklu vinnuálagi vel þekktar og geta verið óafturkræfar. Stytting vinnuvikunnar hefur um árabil verið eitt mikilvægasta baráttumál sjúkraliða og allflestir sem hafa kynnt sér málið átta sig á mikilvægi hennar. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma fyrir sjúkraliða snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að þeim sé gert kleift að vinna 100% starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og heilsufari sínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir víða um land, hafa stytt vinnuvikuna eða eru að gera tilraunir með styttri vinnuviku með mjög góðum árangri. Flest bendir til þess að áhrifin séu afar jákvæð og hafa mælingar sýnt fram á marktækt betri líðan starfsmanna, aukna starfsánægju, minni veikindi og aukna framlegð. Fyrir launagreiðendur þýðir því stytting vinnuvikunnar ánægðara starfsfólk, meiri framleiðni, aukna hollustu í starfi og minni starfsmannavelta. Ávinningurinn af styttri vinnuviku er því einfaldlega sá að allir vinna. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun