Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum.
Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.
„Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019
The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv