Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. október 2019 07:45 Jón Þór segir eignaskatta framtíðarskattheimtuna. Fréttablaðið/Eyþór Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira