Yfirvöld í Katar rannsaka ekki dauðsföll hundruð erlendra verkamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 21:13 Suður-asískir verkamenn í Katar. getty/Jason Larkin Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“ Indland Katar Nepal Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“
Indland Katar Nepal Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira