Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 15:41 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku. Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira