Innlent

Handtekinn vopnaður öxi úti á Granda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Vísir/vilhelm
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn úti á Granda í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um að hann hefði öxi í fórum sínum.

Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu og lögregla lagði hald á tvær axir. Í dagbók lögreglu segir að fyrr um kvöldið hafi verið tilkynnt um öskrandi mann með öxi en sá fannst ekki.

Þá var maður handtekinn í Hlíðunum í gær grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Lögregla var svo kölluð til að bar í miðbænum á tíunda tímanum vegna líkamsárásar. Þar hafði bargestur slegið starfsmann í andlitið. Í dagbók lögreglu segir að afskipti hafi verið höfð af árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×