Innlent

Skiptineminn ræðismaður

Björn Þorfinnsson skrifar
Andrés Jónsson, almannatengill og ræðismaður
Andrés Jónsson, almannatengill og ræðismaður
Almannatengillinn Andrés Jónsson var í byrjun mánaðarins skipaður kjörræðismaður Indónesíu á Íslandi. Símtalið frá sendiherranum í Ósló um að hann tæki að sér embættið kom honum á óvart en vinir hans úr samfélagi indónesískra innflytjenda á Íslandi höfðu bent á hann sem kandídat.

„Ég var AFS-skiptinemi í Indónesíu 1994 til 1995 og hef síðan haldið góðu sambandi við fjölskyldu mína þar. Ég hef eignast marga indónesíska vini hérlendis á undanförnum árum og er þakklátur fyrir þennan heiður. Ég mun þjóna þessu litla samfélagi eins vel og mér er unnt,“ segir Andrés. Áður hafði lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson gegnt embættinu frá árinu 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×