Dóttir mín var bara málsnúmer Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. október 2019 09:00 Mæðgurnar vilja báðar viðhorfsbreytingu og breytt verklag innan lögreglunnar. Tafir á málinu, erfið samskipti og viðmót jók á mikla vanlíðan og áfallastreitu. Fréttablaðið Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt kynferðisbrot til lögreglu fyrir tveimur árum segir ferlið hafa reynst dóttur sinni erfið þrautaganga. Það sem var henni hvað erfiðast varðar rannsókn málsins og viðtökur hjá lögreglu. Gerandinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í vor, kynferðisbrot hans voru í dómsorði sögð alvarleg og áhrif þeirra á ungu konuna djúpstæð. Þrátt fyrir alvarleika brotanna upplifði unga konan að sögn móðurinnar að henni væri ekki trúað. Hún var látin endurtaka vitnisburð sinn ítrekað og þurfti að undirgangast sálfræðimat. Þegar málið var loks sent héraðssaksóknara hafi það svo verið sent aftur til lögreglu vegna vankanta á rannsókninni. Það vantaði að yfirheyra tvö vitni. Lögregla hafi þá tekið sér fjóra mánuði í að lagfæra þessi atriði áður en málið var aftur sent héraðssaksóknara. „Hjá lögreglu var dóttir mín kennitala á blaði með málsnúmer, ekki eins og hún væri í raun og veru af holdi og blóði og hefði tilfinningar. Hún var að upplifa verstu martröð lífs síns,“ segir móðirin sem skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra.Bréf móður til dómsmálaráðherra: Í spennitreyju réttagæslukerfisins „Á vormánuðum 2017 kærði dóttir mín mjög alvarlegt kynferðisofbeldi til lögreglu. Maður sem hún þekkti lítillega beitti hana blekkingum og þóttist vera annar maður. Hann braut á henni kynferðislega ítrekað og með alvarlegum hætti. Málið var flókið og tók fjóra mánuði í rannsókn. Í upphafi leitaði dóttir mín í Bjarkarhlíð. Þar fékk hún hlýlegar móttökur frá fagfólki og þaðan var máli hennar komið í farveg til lögreglu. Bjarkarhlíð er góður staður fyrir þolendur að leita til. En það sem tók við hjá lögreglu er ámælisvert að mínu mati. Ég myndi lýsa ferlinu sem kerfisvillu því það er stórgallað ferli frá upphafi til enda. Það er tekin skýrsla af þolanda ítrekað. Þolendur þurfa að endurtaka frásögn sína aftur og aftur. Hún var send í sálfræðimat og niðurstaðan var að hún væri skýr og flott ung kona með engan undirliggjandi vanda. Í skýrslunni var sérstaklega tekið fram í niðurstöðum að eftir þetta hrottalega ofbeldi þyrfti hún sértæka áfallameðferð. Réttargæslumaður og lögregla sem fengu skýrsluna í hendur sáu hins vegar enga ástæðu til að nefna við hana niðurstöðuna og brýna þörf á áfallameðferð eða hvar hana væri að finna. Það var gert ráð fyrir að dóttir mín myndi lesa skýrsluna og meðtaka efni hennar og síðan finna út úr því sjálf hvar og hvernig hún gæti sótt sér slíka aðstoð. Hún var í engu ástandi til þess og á þessum tímapunkti sá ég að ég þyrfti að taka málin í mínar hendur og gæta hennar enn betur en ég hafði gert í þessu ferli. Ég sá að enginn þolandi getur gengið einn í gegnum þetta ferli hjá lögreglu. Það þarf ástvini og sterkt bakland. Það eiga því miður ekki allir, og sú hugsun leitaði á mig á meðan ég studdi við dóttur mína. Rannsóknarlögreglan sem stýrði málinu kom fram við dóttur mína af slíkum ruddaskap. Hún sagði við hana ískalt og án samúðar að leita sér hjálpar. Og varpaði á hana skömminni og sagði málið hafa haft slæm áhrif á þann sem hún kærði upphaflega. Ég kvartaði yfir henni við þáverandi yfirmann kynferðisbrotadeildar. Yfirmaður hennar sagðist ekki geta farið fram á að hún bæðist afsökunar heldur þyrfti hún að finna það hjá sjálfri sér vildi hún gera það.Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki gerð krafa um hæfni í mannlegum samskiptum. Þessa hæfni skorti þessa konu sem rannsakaði mál hennar. Hjá lögreglu var dóttir mín kennitala á blaði með málsnúmer en ekki manneskja af holdi og blóði með tilfinningar. Dóttir mín var að ganga í gegnum verstu martröð lífs síns og þá skyldi maður ætla að starfsmenn kynferðisbrotadeildar hefðu sérstakt verklag í því hvernig komið er fram við þolendur. Málið er kært til lögreglu í byrjun maí 2017 og sumarið varð óbærilegt. Það fengust litlar sem engar upplýsingar um gang mála. Réttargæslumaður hennar hafði ekkert frumkvæði og gerði lítið nema sérstaklega væri eftir því leitað. Eftir sumarið var fenginn nýr réttargæslumaður henni til handa. Eftir að málið taldist upplýst hjá lögreglu í lok ágúst, tók við margra mánaða bið. Og á meðan ýtti ég á eftir því að málið færi á ákærusvið lögreglu og þaðan til héraðssaksóknara. Það liðu fimm heilir mánuðir þangað til málið var sent til saksóknara. Svörin sem ég fékk var að það væri verið að hnýta alla lausa enda. Annað átti eftir að koma í ljós því um leið og málið barst héraðssaksóknara var það sent aftur til lögreglu og beðið um skýrslutöku af tveimur aðilum til viðbótar. Lögregla tók sér margar vikur í verkið og ég óskaði þess að fá fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis um framganginn og orsakir fyrir töfum. Ég og dóttir mín fórum saman á fundinn og kvörtuðum yfir vinnubrögðum lögreglu. Þar fengum við þau svör að mál dóttur minnar hefði tafist vegna þess að lögreglumenn væru allir uppteknir í tveimur öðrum óskyldum málum. Tveir karlmenn væru í gæsluvarðhaldi og allt tiltækt lið ynni að rannsókn þeirra mála. Við fengum líka að heyra að rannsókn á brotum gegn dóttur minni hefði í raun gengið hraðar fyrir sig en í öðrum svipuðum málum vegna þess þrýstings sem ég beitti. Þetta fannst mér sláandi upplýsingar. Þetta er kerfisvilla og léleg verkefnastjórnun. Að mál sem er upplýst og farið til saksóknara tefjist aftur hjá lögreglu í 9 vikur vegna annarra óskyldra mála. Mál hennar lenti aftast í forgangsröðinni þó það hafi verið forgangsmál hjá héraðssaksóknara. Það þarf varla að hafa orð á því hvernig henni og fjölskyldu hennar leið á meðan. Hvað ef önnur stærri mál hefðu komið upp í kjölfarið. Hefði hún þurft að bíða enn lengur? Hvað finnst lögreglu og ráðherra ásættanlegt í þessum efnum? Í lok maí 2018 var gefin út ákæra. Þá tók við önnur bið, því það tók heilt ár að fá niðurstöðu dóms. Gerandinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrotin gagnvart dóttur minni í maí á þessu ári. Þeirri niðurstöðu áfrýjaði hann og við vitum ekki hvað þarf að bíða lengi eftir því að Landsréttur taki málið fyrir. Ég hef fengið að vita að miðað við stöðu mála hjá réttinum í dag gæti biðin orðið allt að 16 mánuðir. Það er ekki hægt að bjóða þolendum alvarlegs ofbeldis þessi vinnubrögð og það er ekki nóg að koma á fót hverri nefndinni á eftir annarri sem ætlar sér að bæta úr meðferð þessara mála. Ég get nefnt þá staðreynd að í umboði dómsmálaráðuneytis starfar nefnd sem vinnur tillögur um að bæta ferli og vinnu í þessum málaflokki. Enn eru engar niðurstöður nærri ári seinna. Það þarf framkvæmdir og algjöra viðhorfsbreytingu. Það skal enginn efast um það að þeim sem kæra kynferðisofbeldi til lögreglu er það þungbær og erfið reynsla. Þeir sem gera það eru hetjur í mínum huga. Það getur enginn gengið einn slíka þrautagöngu og því miður eiga ekki allir aðstandanda sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein til þess að hringja símtölin, mæta á fundi og þrýsta á kerfið. Ég fór einnig á fund Höllu Gunnarsdóttur, sem leiðir starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðisofbeldi og ítrekaði fyrir henni mín sjónarmið. Þeir þolendur sem á eftir koma verða að fá betri meðferð. Upplýsingagjöf til þeirra þarf að vera betri. Þeir eiga að vera aðilar máls en ekki vitni. En mergur málsins er þessi. Það þarf meira fjármagn, það þarf fleira fólk, það þarf viðhorfsbreytingu hjá lögreglu og betri verkefnastýringu til þess að ljúka rannsóknum þessara mála á viðunandi hátt. Enginn á að vera aftast í bunkanum. Kæri dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, það er einlæg von mín sem móður að þú takir þennan málaflokk á hærra plan og látir verkin tala. Ég trúi því og treysti, miðað við fjölda mála sem kærð eru, að við sem samfélag getum gert betur. Og að við getum komið fram af virðingu við þolendur ofbeldis. Enginn telji sig vera einan í þrautagöngunni.“Lögregla vill bæta stöðu rannsókna Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, LRH, er fullyrt að rannsóknir kynferðisbrota og heimilisofbeldismála hafi á síðustu árum verið settar á oddinn hjá embættinu. Ný viðmið hafi verið sett á síðasta ári um þann fjölda mála sem er til afgreiðslu eða rannsóknar hverju sinni. Hófu átak 2018 „Viðmiðin voru sett út frá flæði mála inn og út úr deildinni. Þannig eru viðmiðin núna að opin mál séu ekki fleiri en 140 til 160 hverju sinni og reynt að halda í við þann fjölda mála sem í deildina berast og helst gott betur,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Árið 2018 hófst átak sem miðaði að því að efla rannsóknir kynferðisbrota og tryggja afgreiðslu þeirra. Munurinn á fjölda afgreiddra mála er sá að árið 2017 voru afgreidd 35% færri mál en komu inn til rannsóknar. Árið 2018 tókst að snúa þessari þróun við þannig að á því ári tókst að afgreiða 9% fleiri mál en komu inn. Það verður að teljast ágætis árangur þar sem kærur vegna kynferðisbrota árið 2018 voru 34% fleiri en meðaltal þriggja undanfarinna ára. Þrettán stöðugildi Varðandi fjölda rannsóknarlögreglumanna sem að málaflokknum koma, þá eru þrettán stöðugildi í kynferðisbrotadeild. Af þeim er einn aðstoðaryfirlögregluþjónn, þrír lögreglufulltrúar og níu rannsóknarlögreglumenn. En hafa verður í huga að fleiri koma að rannsóknum og þar ber fyrst að nefna tvo ákærendur og einn starfsmann í stoðþjónustu. Með aukinni fjárveitingu til málaflokksins, sem kom í kjölfar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota, var fjölgað um sex starfsmenn hjá LRH frá 1. apríl 2018; fjóra rannsóknarlögreglumenn, einn ákæranda og einn starfsmann í stoðþjónustu. Auðkennaþjófnaður, nauðgun og fleiri alvarleg kynferðisbrot Í vor hlaut 26 ára karlmaður fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa villt á sér heimildir og fengið unga konu til kynmaka. Maðurinn fékk hana til að koma á hótelherbergi með bundið fyrir augun þar sem hann síðan nauðgaði henni. Hann kúgaði hana einnig til kynmaka með öðrum mönnum. Blekkingar mannsins voru úthugsaðar. Hann stofnaði Snapchat-reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur maður sem hún þekkti. Hann átti í samskiptum við hana í 20 mánuði undir fölsku flaggi. Konan kærði manninn sem hún taldi hafa brotið á sér fyrir nauðgun til lögreglu árið 2017. Við rannsókn málsins hjá lögreglu kom svo auðkennaþjófnaðurinn í ljós og hver hinn sanni gerandi var. Höfðað var sakamál vegna nauðgunar og kynferðisbrota en ekki var hægt að höfða mál vegna unga mannsins sem var ranglega sakaður um nauðgun og kúgun. Engin ákvæði eru til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi.Dóttirin segir frá: Ég var oft nálægt því að gefast upp „Ég ætlaði aldrei að kæra. Vinnuveitandi minn tók eftir mikilli vanlíðan. Ég mætti illa í vinnu og gaf óljósa skýringu á því. Sagði einfaldlega að það væri búið að ganga svolítið á hjá mér. Vinnuveitandinn bað um fund með mér og ég sagði honum allt af létta. Í framhaldinu fylgdi hann mér í Bjarkarhlíð og þar var tekið vel á móti mér. Ég var spurð hvort ég vildi kæra og ég svaraði, nei, ekki séns! Ég gat ekki hugsað mér það þá. En það átti eftir að breytast. Ég smám saman áttaði mig á því að ég þyrfti þess og fann til ábyrgðar. Ég vildi ekki að sá sem braut á mér myndi meiða fleiri. Ég fór á lögreglustöðina með vinkonu minni og réttargæslumaður fylgdi mér. Ég beið lengi niðri í anddyrinu og hitti svo rannsóknarlögreglumanninn og tvo aðra til viðbótar. Ég sagði frá og fann strax að þeim fannst frásögnin skrýtin. Þau reyndar sögðu það beint við mig. Að þau skildu málið ekki. Að þetta væri svo ótrúlega skrýtið mál og flókið. Mér fannst viðmótið strax kuldalegt. Svo fékk ég símtal frá réttargæslumanni mínum sem tjáði mér að annar maður hefði verið handtekinn. Ég fékk ekki að vita af hverju þó að seinna hafi komið í ljós að þarna hefði hinn rétti gerandi verið handtekinn. Þegar ég fór aftur í skýrslutöku til lögreglunnar var ég ítrekað spurð hvort ég hefði tekið eftir því hvort viðkomandi hefði verið með skegg. Svo skellti rannsóknarlögreglukonan því fram að annar maður hefði játað á sig verknaðinn. Hún hreytti þessu í mig. Ég fékk taugaáfall. Ég vissi samt að ég bar ekki ábyrgð á því hvernig komið var. Gerandinn villti á sér heimildir, þóttist vera maðurinn sem ég kærði. En rannsóknarlögreglan sýndi mér ískalda fyrirlitningu og spurði mig hvort ég vissi hvað sá sem ég kærði hefði þurft að ganga í gegnum. Hvernig honum liði? Hún varpaði skömminni á mig. Hún sýndi aldrei þessar áhyggjur af minni líðan. Ég og sá sem ég kærði upphaflega erum félagar. Við vitum og skiljum að það er gerandinn sem á sök á öllum þessum sársauka. Hans er skömmin, ekki mín og ekki okkar. En það gerði ekki lögreglan. Réttargæslumaður minn sagði lögregluna vilja senda mig í geðrannsókn. Ég var send í sálfræðimat. Ég fékk ekki að vita af hverju ég var send í þetta mat. Hvort það væri mér til stuðnings eða nauðsynlegt við rannsókn málsins. Niðurstaðan var að ég væri skýr og við góða heilsu en þyrfti mikla og sértæka áfallahjálp. En það var ekki minnst á það við mig. Þetta skipti engu máli. Ég var oft nálægt því að gefast upp. Ég grét eftir hvert einasta skipti sem ég þurfti að hitta þessa konu sem rannsakaði mál mitt. En mamma stappaði í mig stálinu og sú tilhugsun að hann gæti gert þetta við fleiri. Mig langaði ekkert til að hætta við en var oft að bugast. Ég skil vel fólk sem treystir sér ekki til að kæra þegar framkoman er svona. Ég þarf að glíma við afleiðingar kynferðisofbeldisins allt mitt líf. En nú þarf ég líka að glíma við vantraust og sársauka eftir samskiptin. En ég vil samt taka það fram að ég er þakklát lögreglunni fyrir sitt starf, það er bara viðmótið sem jók á áfallið. Þolendur ættu ekki að þurfa sérstaklega að leita sér hjálpar vegna framkomu lögreglu við sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt kynferðisbrot til lögreglu fyrir tveimur árum segir ferlið hafa reynst dóttur sinni erfið þrautaganga. Það sem var henni hvað erfiðast varðar rannsókn málsins og viðtökur hjá lögreglu. Gerandinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í vor, kynferðisbrot hans voru í dómsorði sögð alvarleg og áhrif þeirra á ungu konuna djúpstæð. Þrátt fyrir alvarleika brotanna upplifði unga konan að sögn móðurinnar að henni væri ekki trúað. Hún var látin endurtaka vitnisburð sinn ítrekað og þurfti að undirgangast sálfræðimat. Þegar málið var loks sent héraðssaksóknara hafi það svo verið sent aftur til lögreglu vegna vankanta á rannsókninni. Það vantaði að yfirheyra tvö vitni. Lögregla hafi þá tekið sér fjóra mánuði í að lagfæra þessi atriði áður en málið var aftur sent héraðssaksóknara. „Hjá lögreglu var dóttir mín kennitala á blaði með málsnúmer, ekki eins og hún væri í raun og veru af holdi og blóði og hefði tilfinningar. Hún var að upplifa verstu martröð lífs síns,“ segir móðirin sem skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra.Bréf móður til dómsmálaráðherra: Í spennitreyju réttagæslukerfisins „Á vormánuðum 2017 kærði dóttir mín mjög alvarlegt kynferðisofbeldi til lögreglu. Maður sem hún þekkti lítillega beitti hana blekkingum og þóttist vera annar maður. Hann braut á henni kynferðislega ítrekað og með alvarlegum hætti. Málið var flókið og tók fjóra mánuði í rannsókn. Í upphafi leitaði dóttir mín í Bjarkarhlíð. Þar fékk hún hlýlegar móttökur frá fagfólki og þaðan var máli hennar komið í farveg til lögreglu. Bjarkarhlíð er góður staður fyrir þolendur að leita til. En það sem tók við hjá lögreglu er ámælisvert að mínu mati. Ég myndi lýsa ferlinu sem kerfisvillu því það er stórgallað ferli frá upphafi til enda. Það er tekin skýrsla af þolanda ítrekað. Þolendur þurfa að endurtaka frásögn sína aftur og aftur. Hún var send í sálfræðimat og niðurstaðan var að hún væri skýr og flott ung kona með engan undirliggjandi vanda. Í skýrslunni var sérstaklega tekið fram í niðurstöðum að eftir þetta hrottalega ofbeldi þyrfti hún sértæka áfallameðferð. Réttargæslumaður og lögregla sem fengu skýrsluna í hendur sáu hins vegar enga ástæðu til að nefna við hana niðurstöðuna og brýna þörf á áfallameðferð eða hvar hana væri að finna. Það var gert ráð fyrir að dóttir mín myndi lesa skýrsluna og meðtaka efni hennar og síðan finna út úr því sjálf hvar og hvernig hún gæti sótt sér slíka aðstoð. Hún var í engu ástandi til þess og á þessum tímapunkti sá ég að ég þyrfti að taka málin í mínar hendur og gæta hennar enn betur en ég hafði gert í þessu ferli. Ég sá að enginn þolandi getur gengið einn í gegnum þetta ferli hjá lögreglu. Það þarf ástvini og sterkt bakland. Það eiga því miður ekki allir, og sú hugsun leitaði á mig á meðan ég studdi við dóttur mína. Rannsóknarlögreglan sem stýrði málinu kom fram við dóttur mína af slíkum ruddaskap. Hún sagði við hana ískalt og án samúðar að leita sér hjálpar. Og varpaði á hana skömminni og sagði málið hafa haft slæm áhrif á þann sem hún kærði upphaflega. Ég kvartaði yfir henni við þáverandi yfirmann kynferðisbrotadeildar. Yfirmaður hennar sagðist ekki geta farið fram á að hún bæðist afsökunar heldur þyrfti hún að finna það hjá sjálfri sér vildi hún gera það.Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki gerð krafa um hæfni í mannlegum samskiptum. Þessa hæfni skorti þessa konu sem rannsakaði mál hennar. Hjá lögreglu var dóttir mín kennitala á blaði með málsnúmer en ekki manneskja af holdi og blóði með tilfinningar. Dóttir mín var að ganga í gegnum verstu martröð lífs síns og þá skyldi maður ætla að starfsmenn kynferðisbrotadeildar hefðu sérstakt verklag í því hvernig komið er fram við þolendur. Málið er kært til lögreglu í byrjun maí 2017 og sumarið varð óbærilegt. Það fengust litlar sem engar upplýsingar um gang mála. Réttargæslumaður hennar hafði ekkert frumkvæði og gerði lítið nema sérstaklega væri eftir því leitað. Eftir sumarið var fenginn nýr réttargæslumaður henni til handa. Eftir að málið taldist upplýst hjá lögreglu í lok ágúst, tók við margra mánaða bið. Og á meðan ýtti ég á eftir því að málið færi á ákærusvið lögreglu og þaðan til héraðssaksóknara. Það liðu fimm heilir mánuðir þangað til málið var sent til saksóknara. Svörin sem ég fékk var að það væri verið að hnýta alla lausa enda. Annað átti eftir að koma í ljós því um leið og málið barst héraðssaksóknara var það sent aftur til lögreglu og beðið um skýrslutöku af tveimur aðilum til viðbótar. Lögregla tók sér margar vikur í verkið og ég óskaði þess að fá fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis um framganginn og orsakir fyrir töfum. Ég og dóttir mín fórum saman á fundinn og kvörtuðum yfir vinnubrögðum lögreglu. Þar fengum við þau svör að mál dóttur minnar hefði tafist vegna þess að lögreglumenn væru allir uppteknir í tveimur öðrum óskyldum málum. Tveir karlmenn væru í gæsluvarðhaldi og allt tiltækt lið ynni að rannsókn þeirra mála. Við fengum líka að heyra að rannsókn á brotum gegn dóttur minni hefði í raun gengið hraðar fyrir sig en í öðrum svipuðum málum vegna þess þrýstings sem ég beitti. Þetta fannst mér sláandi upplýsingar. Þetta er kerfisvilla og léleg verkefnastjórnun. Að mál sem er upplýst og farið til saksóknara tefjist aftur hjá lögreglu í 9 vikur vegna annarra óskyldra mála. Mál hennar lenti aftast í forgangsröðinni þó það hafi verið forgangsmál hjá héraðssaksóknara. Það þarf varla að hafa orð á því hvernig henni og fjölskyldu hennar leið á meðan. Hvað ef önnur stærri mál hefðu komið upp í kjölfarið. Hefði hún þurft að bíða enn lengur? Hvað finnst lögreglu og ráðherra ásættanlegt í þessum efnum? Í lok maí 2018 var gefin út ákæra. Þá tók við önnur bið, því það tók heilt ár að fá niðurstöðu dóms. Gerandinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrotin gagnvart dóttur minni í maí á þessu ári. Þeirri niðurstöðu áfrýjaði hann og við vitum ekki hvað þarf að bíða lengi eftir því að Landsréttur taki málið fyrir. Ég hef fengið að vita að miðað við stöðu mála hjá réttinum í dag gæti biðin orðið allt að 16 mánuðir. Það er ekki hægt að bjóða þolendum alvarlegs ofbeldis þessi vinnubrögð og það er ekki nóg að koma á fót hverri nefndinni á eftir annarri sem ætlar sér að bæta úr meðferð þessara mála. Ég get nefnt þá staðreynd að í umboði dómsmálaráðuneytis starfar nefnd sem vinnur tillögur um að bæta ferli og vinnu í þessum málaflokki. Enn eru engar niðurstöður nærri ári seinna. Það þarf framkvæmdir og algjöra viðhorfsbreytingu. Það skal enginn efast um það að þeim sem kæra kynferðisofbeldi til lögreglu er það þungbær og erfið reynsla. Þeir sem gera það eru hetjur í mínum huga. Það getur enginn gengið einn slíka þrautagöngu og því miður eiga ekki allir aðstandanda sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein til þess að hringja símtölin, mæta á fundi og þrýsta á kerfið. Ég fór einnig á fund Höllu Gunnarsdóttur, sem leiðir starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðisofbeldi og ítrekaði fyrir henni mín sjónarmið. Þeir þolendur sem á eftir koma verða að fá betri meðferð. Upplýsingagjöf til þeirra þarf að vera betri. Þeir eiga að vera aðilar máls en ekki vitni. En mergur málsins er þessi. Það þarf meira fjármagn, það þarf fleira fólk, það þarf viðhorfsbreytingu hjá lögreglu og betri verkefnastýringu til þess að ljúka rannsóknum þessara mála á viðunandi hátt. Enginn á að vera aftast í bunkanum. Kæri dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, það er einlæg von mín sem móður að þú takir þennan málaflokk á hærra plan og látir verkin tala. Ég trúi því og treysti, miðað við fjölda mála sem kærð eru, að við sem samfélag getum gert betur. Og að við getum komið fram af virðingu við þolendur ofbeldis. Enginn telji sig vera einan í þrautagöngunni.“Lögregla vill bæta stöðu rannsókna Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, LRH, er fullyrt að rannsóknir kynferðisbrota og heimilisofbeldismála hafi á síðustu árum verið settar á oddinn hjá embættinu. Ný viðmið hafi verið sett á síðasta ári um þann fjölda mála sem er til afgreiðslu eða rannsóknar hverju sinni. Hófu átak 2018 „Viðmiðin voru sett út frá flæði mála inn og út úr deildinni. Þannig eru viðmiðin núna að opin mál séu ekki fleiri en 140 til 160 hverju sinni og reynt að halda í við þann fjölda mála sem í deildina berast og helst gott betur,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH. Árið 2018 hófst átak sem miðaði að því að efla rannsóknir kynferðisbrota og tryggja afgreiðslu þeirra. Munurinn á fjölda afgreiddra mála er sá að árið 2017 voru afgreidd 35% færri mál en komu inn til rannsóknar. Árið 2018 tókst að snúa þessari þróun við þannig að á því ári tókst að afgreiða 9% fleiri mál en komu inn. Það verður að teljast ágætis árangur þar sem kærur vegna kynferðisbrota árið 2018 voru 34% fleiri en meðaltal þriggja undanfarinna ára. Þrettán stöðugildi Varðandi fjölda rannsóknarlögreglumanna sem að málaflokknum koma, þá eru þrettán stöðugildi í kynferðisbrotadeild. Af þeim er einn aðstoðaryfirlögregluþjónn, þrír lögreglufulltrúar og níu rannsóknarlögreglumenn. En hafa verður í huga að fleiri koma að rannsóknum og þar ber fyrst að nefna tvo ákærendur og einn starfsmann í stoðþjónustu. Með aukinni fjárveitingu til málaflokksins, sem kom í kjölfar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota, var fjölgað um sex starfsmenn hjá LRH frá 1. apríl 2018; fjóra rannsóknarlögreglumenn, einn ákæranda og einn starfsmann í stoðþjónustu. Auðkennaþjófnaður, nauðgun og fleiri alvarleg kynferðisbrot Í vor hlaut 26 ára karlmaður fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa villt á sér heimildir og fengið unga konu til kynmaka. Maðurinn fékk hana til að koma á hótelherbergi með bundið fyrir augun þar sem hann síðan nauðgaði henni. Hann kúgaði hana einnig til kynmaka með öðrum mönnum. Blekkingar mannsins voru úthugsaðar. Hann stofnaði Snapchat-reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur maður sem hún þekkti. Hann átti í samskiptum við hana í 20 mánuði undir fölsku flaggi. Konan kærði manninn sem hún taldi hafa brotið á sér fyrir nauðgun til lögreglu árið 2017. Við rannsókn málsins hjá lögreglu kom svo auðkennaþjófnaðurinn í ljós og hver hinn sanni gerandi var. Höfðað var sakamál vegna nauðgunar og kynferðisbrota en ekki var hægt að höfða mál vegna unga mannsins sem var ranglega sakaður um nauðgun og kúgun. Engin ákvæði eru til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi.Dóttirin segir frá: Ég var oft nálægt því að gefast upp „Ég ætlaði aldrei að kæra. Vinnuveitandi minn tók eftir mikilli vanlíðan. Ég mætti illa í vinnu og gaf óljósa skýringu á því. Sagði einfaldlega að það væri búið að ganga svolítið á hjá mér. Vinnuveitandinn bað um fund með mér og ég sagði honum allt af létta. Í framhaldinu fylgdi hann mér í Bjarkarhlíð og þar var tekið vel á móti mér. Ég var spurð hvort ég vildi kæra og ég svaraði, nei, ekki séns! Ég gat ekki hugsað mér það þá. En það átti eftir að breytast. Ég smám saman áttaði mig á því að ég þyrfti þess og fann til ábyrgðar. Ég vildi ekki að sá sem braut á mér myndi meiða fleiri. Ég fór á lögreglustöðina með vinkonu minni og réttargæslumaður fylgdi mér. Ég beið lengi niðri í anddyrinu og hitti svo rannsóknarlögreglumanninn og tvo aðra til viðbótar. Ég sagði frá og fann strax að þeim fannst frásögnin skrýtin. Þau reyndar sögðu það beint við mig. Að þau skildu málið ekki. Að þetta væri svo ótrúlega skrýtið mál og flókið. Mér fannst viðmótið strax kuldalegt. Svo fékk ég símtal frá réttargæslumanni mínum sem tjáði mér að annar maður hefði verið handtekinn. Ég fékk ekki að vita af hverju þó að seinna hafi komið í ljós að þarna hefði hinn rétti gerandi verið handtekinn. Þegar ég fór aftur í skýrslutöku til lögreglunnar var ég ítrekað spurð hvort ég hefði tekið eftir því hvort viðkomandi hefði verið með skegg. Svo skellti rannsóknarlögreglukonan því fram að annar maður hefði játað á sig verknaðinn. Hún hreytti þessu í mig. Ég fékk taugaáfall. Ég vissi samt að ég bar ekki ábyrgð á því hvernig komið var. Gerandinn villti á sér heimildir, þóttist vera maðurinn sem ég kærði. En rannsóknarlögreglan sýndi mér ískalda fyrirlitningu og spurði mig hvort ég vissi hvað sá sem ég kærði hefði þurft að ganga í gegnum. Hvernig honum liði? Hún varpaði skömminni á mig. Hún sýndi aldrei þessar áhyggjur af minni líðan. Ég og sá sem ég kærði upphaflega erum félagar. Við vitum og skiljum að það er gerandinn sem á sök á öllum þessum sársauka. Hans er skömmin, ekki mín og ekki okkar. En það gerði ekki lögreglan. Réttargæslumaður minn sagði lögregluna vilja senda mig í geðrannsókn. Ég var send í sálfræðimat. Ég fékk ekki að vita af hverju ég var send í þetta mat. Hvort það væri mér til stuðnings eða nauðsynlegt við rannsókn málsins. Niðurstaðan var að ég væri skýr og við góða heilsu en þyrfti mikla og sértæka áfallahjálp. En það var ekki minnst á það við mig. Þetta skipti engu máli. Ég var oft nálægt því að gefast upp. Ég grét eftir hvert einasta skipti sem ég þurfti að hitta þessa konu sem rannsakaði mál mitt. En mamma stappaði í mig stálinu og sú tilhugsun að hann gæti gert þetta við fleiri. Mig langaði ekkert til að hætta við en var oft að bugast. Ég skil vel fólk sem treystir sér ekki til að kæra þegar framkoman er svona. Ég þarf að glíma við afleiðingar kynferðisofbeldisins allt mitt líf. En nú þarf ég líka að glíma við vantraust og sársauka eftir samskiptin. En ég vil samt taka það fram að ég er þakklát lögreglunni fyrir sitt starf, það er bara viðmótið sem jók á áfallið. Þolendur ættu ekki að þurfa sérstaklega að leita sér hjálpar vegna framkomu lögreglu við sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira