Móðir Lilju yfirgaf hana þriggja ára og kom ekki aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2019 11:30 Lilja Oddsdóttir segir sögu sína í Íslandi í dag. Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira