Sjáum hversu langt við erum komin Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. október 2019 15:00 Jón Þór ræðir við Hlín og Söru eftir leik Íslands í haust. Fréttablaðið/Valli Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann