Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 23:43 Ísstrókar sjást rísa upp frá yfirborði Enkeladusar á þessari mynd Cassini frá því í september árið 2007. NASA/JPL/Space Science Institute Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45