Íslenskur ráðherra gæti tekið við friðarverðlaunum Nóbels Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2019 20:10 Guðlaugur Þór Þórðarson tók við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir Íslands hönd af utanríkisráðherra Finnlands í maímánuði. Mynd/Utanríkisráðuneytið. Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Sænska loftslagsbaráttustúlkan Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingur taki við þessari eftirsóttu viðurkenningu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta var nánar skýrt í fréttum Stöðvar 2. Norska nóbelsverðlaunanefndin tilkynnir í lok næstu viku hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár en verðlaunin verða síðan afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Oslóar í desember. Að þessu sinni telja veðbankar líklegast að hin sextán ára Greta Thunberg hljóti verðlaunin. Sömu veðbankar segja reyndar Donald Trump Bandaríkjaforseta næstlíklegastan.Greta Thunberg er að mati veðbanka líklegust til að hljóta friðarverðlaunin í ár. Hér sést hún skamma þjóðarleiðtoga heims í ræðunni frægu hjá Sameinuðu þjóðunum.Vísir/EPANóbelsverðlaunanefndin birtir ekki tilnefningar, aðeins fjölda þeirra, og hefur greint frá því að 301 aðili sé tilnefndur í ár, 223 einstaklingar og 78 samtök. Þröngt skilgreindur hópur hefur rétt til að senda inn tilnefningar. Síðustu daga hafa fréttir birst af því að Norðurskautsráðið sé tilnefnt að þessu sinni. Reuters-fréttastofan segir Norðurskautsráðið eitt af þeim nöfnum sem mikið sé í umræðunni í ár; fyrir þátt sinn í að tryggja friðsamleg samskipti á norðurslóðum, þrátt fyrir spennu á svæðinu.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor þegar Ísland tók við formennskunni.Vísir/EPAFari svo að Norðurskautsráðið hljóti friðarverðlaunin í ár kemur það væntanlega í hlut fulltrúa þess ríkis sem fer með formennskuna í ráðinu að taka við heiðrinum en svo vill til að núna er það Ísland. Sá möguleiki er því fyrir hendi að það verði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem stígi á sviðið í Osló til að taka við Nóbelnum í ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Nóbelsverðlaun Utanríkismál Tengdar fréttir Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27 Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46 Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59 Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00 Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels Norskir þingmenn hafa tilnefnt sænska loftslagsaðgerðasinnann. 13. mars 2019 22:27
Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga. 7. maí 2019 11:46
Trump segist eiga Nóbelsverðlaun skilið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fundaði í dag með Imran Khan forsætisráðherra Pakistan, í New York þar sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í vikunni. Á blaðamannafundi leiðtoganna ræddu þeir meðal annars átökin í Kasmír ríki en Trump var ákveðinn í að leysa deilurnar. 23. september 2019 20:59
Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. 11. desember 2018 19:45
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Denis Mukwege og Nadia Murad fá Friðarverðlaun Nóbels árið 2018 fyrir baráttu sína gegn notkun kynferðisofbeldis í stríði. 5. október 2018 09:00
Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. 7. maí 2019 12:02