Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 17:41 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/anton brink „Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira