Þurftu að snúa við vegna bilunar og lentu þá í veðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2019 11:23 Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Vísir/getty Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21