Norður-Kóreumenn staðfesta eldflaugaskotið Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. október 2019 07:51 Mynd af flauginni sem KCNA, ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, birti í gær. Vísir/EPA Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30
Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22