Heimir: Þarf að gjöra svo vel að standa mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2019 16:42 Heimir við af Ólafi Jóhannessyni hjá FH og gerir það aftur hjá Val. vísir/andri marinó Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Vals. Hann gerði fjögurra ára samning við liðið. Undanfarin tvö ár hefur Heimir þjálfað HB í Færeyjum en í fyrradag gaf félagið það út að hann væri á heimleið. En er langt síðan Heimir byrjaði að hugsa um að koma aftur heim? „Það er ekki langur tími. Valur hafði samband og mér leist strax mjög vel á það, enda Valur flott félag með flotta umgjörð og aðstöðu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild. „Þeir voru með ákveðnar hugmyndir og ég með ákveðnar hugmyndir. Þetta gekk hratt fyrir sig.“ Fleiri íslensk lið höfðu sambandHeimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.vísir/ernirVal gekk illa í sumar og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla. Fyrir vikið fékk Ólafur Jóhannesson ekki nýjan samning hjá Val þrátt fyrir að hafa unnið fjóra stóra titla sem þjálfari liðsins. Heimir sér sóknarfæri á Hlíðarenda og tækifæri til að gera betur en í sumar. „Það er ljóst að ég tek við mjög góðu búi af Óla Jóh sem gerði flotta hluti hjá Val. Tímabilið í sumar fór ekki eins og menn vildu. Ég þarf að skoða hópinn. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val,“ sagði Heimir. En voru fleiri íslensk lið sem vildu fá hann? „Það voru þreifingar og lið sem höfðu samband. En mér leist mjög vel á það sem Valur hafði fram að færa,“ sagði Heimir. „Það er heiður fyrir mig að mér sér treyst fyrir þessu. Ég þarf að gjöra svo vel að standa mig.“ Landsliðsþjálfarastarfið heillaðiHeimir segir ekki loku fyrir það skotið að færeyskir leikmenn muni spila fyrir Val næsta sumar.vísir/eyþórHeimir var m.a. orðaður við starf landsliðsþjálfara Færeyja sem verður laust eftir nokkrar vikur. Hann viðurkennir að landsliðsþjálfarastarfið hafi heillað. „Ég hefði haft áhuga á því en ég heyrði ekkert frá færeyska knattspyrnusambandinu,“ sagði Heimir. Hann útilokar ekki að fá færeyska leikmenn til Vals. „Það er aldrei að vita enda mikill uppgangur í færeyskum fótbolta,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur staðfestir komu Heimis Heimir Guðjónsson stýrir Val næstu fjögur árin. 2. október 2019 16:03 „Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00 Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45 Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57 HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59 Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30 Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Vals. Hann gerði fjögurra ára samning við liðið. Undanfarin tvö ár hefur Heimir þjálfað HB í Færeyjum en í fyrradag gaf félagið það út að hann væri á heimleið. En er langt síðan Heimir byrjaði að hugsa um að koma aftur heim? „Það er ekki langur tími. Valur hafði samband og mér leist strax mjög vel á það, enda Valur flott félag með flotta umgjörð og aðstöðu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild. „Þeir voru með ákveðnar hugmyndir og ég með ákveðnar hugmyndir. Þetta gekk hratt fyrir sig.“ Fleiri íslensk lið höfðu sambandHeimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.vísir/ernirVal gekk illa í sumar og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla. Fyrir vikið fékk Ólafur Jóhannesson ekki nýjan samning hjá Val þrátt fyrir að hafa unnið fjóra stóra titla sem þjálfari liðsins. Heimir sér sóknarfæri á Hlíðarenda og tækifæri til að gera betur en í sumar. „Það er ljóst að ég tek við mjög góðu búi af Óla Jóh sem gerði flotta hluti hjá Val. Tímabilið í sumar fór ekki eins og menn vildu. Ég þarf að skoða hópinn. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val,“ sagði Heimir. En voru fleiri íslensk lið sem vildu fá hann? „Það voru þreifingar og lið sem höfðu samband. En mér leist mjög vel á það sem Valur hafði fram að færa,“ sagði Heimir. „Það er heiður fyrir mig að mér sér treyst fyrir þessu. Ég þarf að gjöra svo vel að standa mig.“ Landsliðsþjálfarastarfið heillaðiHeimir segir ekki loku fyrir það skotið að færeyskir leikmenn muni spila fyrir Val næsta sumar.vísir/eyþórHeimir var m.a. orðaður við starf landsliðsþjálfara Færeyja sem verður laust eftir nokkrar vikur. Hann viðurkennir að landsliðsþjálfarastarfið hafi heillað. „Ég hefði haft áhuga á því en ég heyrði ekkert frá færeyska knattspyrnusambandinu,“ sagði Heimir. Hann útilokar ekki að fá færeyska leikmenn til Vals. „Það er aldrei að vita enda mikill uppgangur í færeyskum fótbolta,“ sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur staðfestir komu Heimis Heimir Guðjónsson stýrir Val næstu fjögur árin. 2. október 2019 16:03 „Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00 Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45 Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57 HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59 Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30 Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00
Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45
Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57
HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59
Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn