Myndi ekki kvarta undan haustlægð Benedikt Bóas skrifar 1. október 2019 14:00 Blikakonur fara til Parísar að etja kappi við PSG í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn. Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
„PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn.
Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira