Leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 1. október 2019 11:20 Jórunn Pála, Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. Vísir/Stöð 2 Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15